Lítil mengunarhætta af laxeldi í sjó Heimir Már Pétursson skrifar 23. ágúst 2013 13:27 Laxeldi á Íslandi býr við einar þær ströngustu reglur sem þekkist og geti orðið góð búbót fyrir Íslendinga með tilheyrandi gjaldeyristekjum, segir Landssamband fiskeldisstöðva. Enginn rökstuddur grunur er á mengun frá laxeldi í sjókvíslum og engar rannsóknir styðja fullyrðingar um það, að mati forsvarsmanna Landssambands fiskeldisstöðva. Laxeldi á Íslandi búi við einar þær ströngustu reglur sem þekkist og geti orðið góð búbót fyrir Íslendinga með tilheyrandi gjaldeyristekjum. Töluverð umræða hefur verið um það að undanförnu að laxeldi í sjókvíum valdi skaða á náttúrulegum laxi sem gengur í ár landsins. Hefur þá helst verið talað um mögulega erfðamengun þegar eldislax blandast náttúrulegum laxi. Jón Kjartan Jónsson formaður Landssambands fiskeldisstöðva segir laxeldi í sjókvíum nú sé með allt öðrum hætti en var fyrir um tuttugu árum og nú sé fylgt ströngustu reglum sem þekkist í heiminum. „Sem miða flestar að því að vernda villta náttúru og vera langt frá uppruna laxáa. Við erum búin að skilgreina Ísland þar sem stór hluti landsins er lokaður fyrir laxeldi til að vernda vilta laxastofna,“ segir Jón Kjartan. Þessar ráðstafanir eigi að duga til að viltum laxi stafi ekki ógn af laxeldi í sjókvíum. Áform eru uppi um að auka laxeldi í Ísafjarðardjúpi og hafa margir lýst andstöðu við þau af ótta við að eldið nái að menga vilta laxastofnin í ám þar. Jón segir að það verði alltaf uppi ólíkar skoðanir á öllum framkvæmdum. „Fiskeldi í Ísafjarðardjúpi, gert með þeim ráðstöfunum sem lög og reglur á Íslandi gera ráð fyrir og fyrirætlunum þeirra sem þar ætla í framkvæmdir, eru með því besta sem þekkist í heiminum að mínu viti og ég er búinn að vera í þessu í meira en tíu ár. Og ég tel að það sé hægt að gera það með þeim hætti að það hafi ekki áhrif á árnar í Ísafjarðardjúpi.,“ segir Jón Kjartan. Fiskeldi sé mjög vaxandi atvinnugrein í heiminum og á Íslandi og mikill vöxtur sé framundan. Það velti á því hvernig gengur á næstu fimm árum hvað greinin geti orðið stór. „Og ef viljinn er að leggjast á eitt þá verður fiskeldi stærri atvinnuvegur en það hefur verið og hefur mikla möguleika til vaxtar og miklar útflutningstekjur geta orðið til vegna þess á næstu árum,“ segir Jón Kjartan. Búbót sem ekki veiti af á Íslandi þar sem mikill skortur sé á gjaldeyri eins og allir viti. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Enginn rökstuddur grunur er á mengun frá laxeldi í sjókvíslum og engar rannsóknir styðja fullyrðingar um það, að mati forsvarsmanna Landssambands fiskeldisstöðva. Laxeldi á Íslandi búi við einar þær ströngustu reglur sem þekkist og geti orðið góð búbót fyrir Íslendinga með tilheyrandi gjaldeyristekjum. Töluverð umræða hefur verið um það að undanförnu að laxeldi í sjókvíum valdi skaða á náttúrulegum laxi sem gengur í ár landsins. Hefur þá helst verið talað um mögulega erfðamengun þegar eldislax blandast náttúrulegum laxi. Jón Kjartan Jónsson formaður Landssambands fiskeldisstöðva segir laxeldi í sjókvíum nú sé með allt öðrum hætti en var fyrir um tuttugu árum og nú sé fylgt ströngustu reglum sem þekkist í heiminum. „Sem miða flestar að því að vernda villta náttúru og vera langt frá uppruna laxáa. Við erum búin að skilgreina Ísland þar sem stór hluti landsins er lokaður fyrir laxeldi til að vernda vilta laxastofna,“ segir Jón Kjartan. Þessar ráðstafanir eigi að duga til að viltum laxi stafi ekki ógn af laxeldi í sjókvíum. Áform eru uppi um að auka laxeldi í Ísafjarðardjúpi og hafa margir lýst andstöðu við þau af ótta við að eldið nái að menga vilta laxastofnin í ám þar. Jón segir að það verði alltaf uppi ólíkar skoðanir á öllum framkvæmdum. „Fiskeldi í Ísafjarðardjúpi, gert með þeim ráðstöfunum sem lög og reglur á Íslandi gera ráð fyrir og fyrirætlunum þeirra sem þar ætla í framkvæmdir, eru með því besta sem þekkist í heiminum að mínu viti og ég er búinn að vera í þessu í meira en tíu ár. Og ég tel að það sé hægt að gera það með þeim hætti að það hafi ekki áhrif á árnar í Ísafjarðardjúpi.,“ segir Jón Kjartan. Fiskeldi sé mjög vaxandi atvinnugrein í heiminum og á Íslandi og mikill vöxtur sé framundan. Það velti á því hvernig gengur á næstu fimm árum hvað greinin geti orðið stór. „Og ef viljinn er að leggjast á eitt þá verður fiskeldi stærri atvinnuvegur en það hefur verið og hefur mikla möguleika til vaxtar og miklar útflutningstekjur geta orðið til vegna þess á næstu árum,“ segir Jón Kjartan. Búbót sem ekki veiti af á Íslandi þar sem mikill skortur sé á gjaldeyri eins og allir viti.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira