Innlent

Stórbrotnar myndir af íslenskri náttúru

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Myndirnar eru einstaklega fallegar.
Myndirnar eru einstaklega fallegar.
Á vefsíðunni The Telegraph í kvöld má sjá myndasyrpu úr bókinni 'Iceland in all its splendour' eftir ljósmyndarana Orsolya og Erlend Haarberg. 

Þar má meðal annars sjá myndir af Goðafossi, Hverfjalli, hverunum við Námafjall og af eldgosinu í Eyjafjallajökli.

Í lýsingu á bókinni segir að ljósmyndararnir tveir hafi orðið ástfangnir af Íslandi og þá sérstaklega af náttúrunni í allri sinni birtingarmynd. Þau heimsóttu landið að sumri og vetri til og reyndu hvað þau gátu að fara ótroðnar slóðir hér á landi.

Nánar má lesa um bókina á vef Forlagsins.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×