Íslenski boltinn

David: Virkilega gaman að halda hreinu í mínum þúsundasta leik

Sigmar Sigfússon skrifar
David James og Tómas Meyer, hjá Stöð2 Sport.
David James og Tómas Meyer, hjá Stöð2 Sport. Mynd/ fésbókarsíða Tómasar Meyer.
David James var að spila sinn þúsundasta leik á ferlinum og sigurinn því en sætari fyrir vikið.

James hélt hreinu gegn Fylki í Lautinni í Árbænum í kvöld en Eyjamenn unnu leikinn 1-0.

„Ég er í skýjunum eftir þennan leik. Við þurftum að hafa fyrir honum þannig að ég er mjög ánægður með sigur í þessum leik,“ sagði David James eftir leikinn.

„Við breyttum örlítið leikskipulaginu okkar fyrir leikinn og það virkaði vel sérstaklega í fyrri hálfleik. Fylkir hafa verið á góðu skriði undanfarið svo við vissum að þetta yrði ekki auðvelt. Við vörðumst nógu vel og héldum hreinu marki,“

Hvernig var að spila sinn þúsundasta leik á ferlinum og það á Íslandi?

„Það var ekki í mínum áformum þegar ég byrjaði að spila. Mér líður vel að spila á Íslandi og ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en fyrir þremur dögum eftir að hafa talið mikið og reiknað,“ sagði David léttur.

„Virkilega gaman að halda hreinu í mínum þúsundasta leik og sigra hann 0-1. Ég átti nokkrar góðar vörslur þannig að þetta er gleði dagur,“

Þú fékkst gult spjald fyrir að tefja, fannst þér það harður dómur?

„Ég er enginn boltastrákur, þannig að já þetta var ansi harður dómur,“

Þú virðist meiða  þig í öxlinni eftir eina markvörslu í leiknum, hvernig er öxlin?

„Já ég fékk smá verk í öxlina en hann er farinn núna. Ég svaf á einfaldri dýnu á hóteli hérna í bæ í nótt. Það var ekki að gera góða hluti fyrir öxlina mína.“ Sagði David James kátur í lokin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×