Íslenski boltinn

Veigar verður með Stjörnumönnum í kvöld

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Arnþór
Sóknarmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson getur leikið með Garðabæjarliðinu í kvöld þegar liðið tekur á móti ÍA í 17. umferð Pepsi-deildar karla.

Réttarhöld í máli sem snertir Veigar Páll standa nú yfir í Noregi. Þar eru fyrrum félagslið Veigars Páls, Vålerenga og Stabæk, sökuð um að hafa haft háar fjárhæðir af franska félaginu Nancy.

Veigar Páll átti að bera vitni í málinu ytra í síðustu viku en Garðabæjarliðið fékk því frestað til mánudags. Veigar Páll sagðist í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku óviss hvort hann næði leiknum gegn Skagamönnum en nú lítur út fyrir að Veigar Páll fari ekki utan fyrr en að loknum leik kvöldsins.

Stjarnan vann dramatískan 3-2 sigur á Fram í síðasta leik sínum í deildinni eftir rýra uppskeru og tap í bikarúrslitum í leikjunum á undan. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×