Þýskur bílstjóri með veitingasölu í rútu sinni Jakob Bjarnar skrifar 26. ágúst 2013 14:37 Úlrik Arthúrsson. Þýski rútubílstjórinn sakaði hann um að hafa haft af sér stórfé með því að vísa ferðamönnum á íslenska stórmarkaði. Svo virðist sem þýskir rútubílstjórar selji kost sem þeir flytja sjálfir inn, áfenga drykki og mat, í rútum sínum og bregðist ókvæða við ef ferðamenn versla fæði á Íslandi. Sú er reynsla leiðsögumannsins Úlriks Arthúrssonar sem segir farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti við þýskan rútubílstjóra, en með honum ferðaðist hann ásamt hópi ferðamanna. „Ég var að koma úr vikuferð í kringum landið, og var að fylgja þýskum túristum til Keflavíkur og átti að taka á móti öðrum hópi og fylgja honum á hótelið. Þegar ég var búinn að kveðja hópinn með tárum fór ég í bílinn til að ná mér í gögn sagði bílstjórinn: Þú ferð ekki lengur hér inn, þú ert rekinn héðan út og getur komið þér sjálfur heim. Þetta var um miðja nótt. Og ástæðan var sú að hann sagði mig hafa eyðilagt allan „bisness“ fyrir sér og konu sinni, en þau reka veitingasölu í rútunni; við seldum ekkert því þú lokkaðir fólkið í verslunarmiðstöðvar til að kaupa sér eitthvað íslenskt. Þau lifðu náttúrlega á þýskri linsusúpu.“ Svo lýsir Úlrik samskiptunum við bílstjórann. Þýski bílstjórinn hélt því fram við Úlrik að hann hefði haft af sér stórfé með því að „lokka“ fólk inn í stórmarkaði til að versla sér þar banana eða súrmjólk. Um mun vera að ræða bílstjóra á vegum þýsku ferðaskrifstofunnar Service Reisen en rútan var merkt Hauser; tengill er Guðmundur Jónasson. Úlrik segir fyrirliggjandi að ferðamennirnir sjálfir hafi ekki deilt óánægjunni með bílstjóranum og að þeir hafi fremur viljað njóta íslensks matar en þess sem bílstjórinn bauð upp á í rútunni. „Sorglegt er að fólk sem kemur til landsins til að kynnast íslenskri menningu og matargerð losni ekki úr viðjum sinnar eigin menningar hálflokað inni í útlendri rútu og telur sig verða að kaupa mat sem boðið er upp á í langferðarbílum.“ Þá telur Úlrik sérkennilegt að það leyfist í útlendum rútum að selja mat og áfenga drykki um borð en ekki í íslenskum langferðarbifreiðum. „Ég hringdi í tollinn, á Seyðisfirði. Þeir báðu mig um að lýsa þessu nánar og ætla að taka á þessu. Ef þessir bílstjórar fara hring eftir hring og koma með birgðir inn í landið og selja þær, borga þeir ekki aðstöðugjöld. Og þeir mega ekki selja áfenga drykki, eða reyndar hvaða drykki sem er, meðal annars vegna þess að þeir borga hvorki aðstöðugjöld né virðisaukaskatt.“ Úlrik segist að endingu aldrei hafa upplifað annað eins og honum sárnar mjög að hafa verið hent út úr rútunni og á kaldan klaka þarna að nóttu til en þetta var síðastliðið fimmtudagskvöld. „Ég keypti mér miða með Kynnisferðum og fór þannig í bæinn.“ Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Svo virðist sem þýskir rútubílstjórar selji kost sem þeir flytja sjálfir inn, áfenga drykki og mat, í rútum sínum og bregðist ókvæða við ef ferðamenn versla fæði á Íslandi. Sú er reynsla leiðsögumannsins Úlriks Arthúrssonar sem segir farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti við þýskan rútubílstjóra, en með honum ferðaðist hann ásamt hópi ferðamanna. „Ég var að koma úr vikuferð í kringum landið, og var að fylgja þýskum túristum til Keflavíkur og átti að taka á móti öðrum hópi og fylgja honum á hótelið. Þegar ég var búinn að kveðja hópinn með tárum fór ég í bílinn til að ná mér í gögn sagði bílstjórinn: Þú ferð ekki lengur hér inn, þú ert rekinn héðan út og getur komið þér sjálfur heim. Þetta var um miðja nótt. Og ástæðan var sú að hann sagði mig hafa eyðilagt allan „bisness“ fyrir sér og konu sinni, en þau reka veitingasölu í rútunni; við seldum ekkert því þú lokkaðir fólkið í verslunarmiðstöðvar til að kaupa sér eitthvað íslenskt. Þau lifðu náttúrlega á þýskri linsusúpu.“ Svo lýsir Úlrik samskiptunum við bílstjórann. Þýski bílstjórinn hélt því fram við Úlrik að hann hefði haft af sér stórfé með því að „lokka“ fólk inn í stórmarkaði til að versla sér þar banana eða súrmjólk. Um mun vera að ræða bílstjóra á vegum þýsku ferðaskrifstofunnar Service Reisen en rútan var merkt Hauser; tengill er Guðmundur Jónasson. Úlrik segir fyrirliggjandi að ferðamennirnir sjálfir hafi ekki deilt óánægjunni með bílstjóranum og að þeir hafi fremur viljað njóta íslensks matar en þess sem bílstjórinn bauð upp á í rútunni. „Sorglegt er að fólk sem kemur til landsins til að kynnast íslenskri menningu og matargerð losni ekki úr viðjum sinnar eigin menningar hálflokað inni í útlendri rútu og telur sig verða að kaupa mat sem boðið er upp á í langferðarbílum.“ Þá telur Úlrik sérkennilegt að það leyfist í útlendum rútum að selja mat og áfenga drykki um borð en ekki í íslenskum langferðarbifreiðum. „Ég hringdi í tollinn, á Seyðisfirði. Þeir báðu mig um að lýsa þessu nánar og ætla að taka á þessu. Ef þessir bílstjórar fara hring eftir hring og koma með birgðir inn í landið og selja þær, borga þeir ekki aðstöðugjöld. Og þeir mega ekki selja áfenga drykki, eða reyndar hvaða drykki sem er, meðal annars vegna þess að þeir borga hvorki aðstöðugjöld né virðisaukaskatt.“ Úlrik segist að endingu aldrei hafa upplifað annað eins og honum sárnar mjög að hafa verið hent út úr rútunni og á kaldan klaka þarna að nóttu til en þetta var síðastliðið fimmtudagskvöld. „Ég keypti mér miða með Kynnisferðum og fór þannig í bæinn.“
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira