Þýskir rútubílstjórar smygla varningi til landsins Jakob Bjarnar skrifar 27. ágúst 2013 13:16 Vikulega flytur Norræna 4-5 rútur til landsins, það er yfir sumartímann og gera þá tollarar upptækan varning í stórum stíl. Árni Elísson, hjá tollinum á Seyðisfirði, segir að þeir þar hafi gert varning, sem þýskir rútubílstjórar hafa með sér til landsins þegar þeir koma með Norrænu, upptækan í stórum stíl. Vísir greindi frá því í gær að þýskur rútubílstjóri henti Úlrik Artúrssyni leiðsögumanni úr rútu sinni fyrir helgi með ókvæðisorðum og sakaði hann um að hafa af sér háar fjárhæðir með því að leiðbeina ferðamönnum í stórmarkaði – þeir væru þá ekki að versla mat og drykk af sér á meðan. Þetta tiltekna dæmi, ævintýri Úlriks, kemur Árna Elíssyni tollara á Seyðisfirði á óvart, því þetta er rúta sem hann fór persónulega í, hirti þaðan mikið af varningi og sá varningur sé á skrifstofu hans. Árni ætlar að eiga orð við bílstjórann þá er hann fer á morgun. Árni segir þetta vissulega vandamál, að rútubílstjórar séu með veitingasölu um borð í rútum sínum. En kannski ekki eins umfangsmikið og margir ætla. „Ég held að þetta sé ekki víðtækt vandamál. Hins vegar þekkist þetta. Við erum búnir, alveg frá því snemma í vor, að fara í flestar rútur, ekki allar, þannig að einhverjir hafa farið fram hjá okkur, við höfum hreinlega ekki „kapísatet“ til að gera meira, en við erum búnir að taka úr mjög mörgum rútum allskyns söluvarning.“ Árni segir það koma sér á óvart, í ljósi þess að þeir hjá tollinum í Seyðisfirði hafa gert upptækan varning í stórum stíl í sumar, ef margar rútur eru á ferð með varning sem verið er að selja. Hann segir fyrirliggjandi að þeir sem haga málum svo séu að brjóta margvísleg lög. „Óheimilt er vitaskuld að flytja inn slíkan varning; áfengi og matvöru – þeir geta ekki komið með það tollfrjálst til landsins og byrjað að selja. Síðan er óheilmilt að selja um borð í rútum. Þeir hafa ekki veitingaleyfi til þess.Úlrik leiðsögumaður lenti í honum kröppum eftir stormasöm samskipti við þýskan rútubílsstjóra.Einkum eru þetta þýskir bílstjórar sem um ræðir sem drýgja tekjur með þessum hætti. Búdrýgindi sem slík tíðkast í Evrópu þannig að þarna er um einhvers konar menningarmun að ræða. Ekki eru fyrirliggjandi hversu margar erlendar rútur á ferð um landið á hverjum tíma en vikulega yfir sumartímann koma fjórar til fimm rútur til landsins með Norrænu auk þess sem einhverjar geta komið með frakt með Eimskip og Samskipum. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Árni Elísson, hjá tollinum á Seyðisfirði, segir að þeir þar hafi gert varning, sem þýskir rútubílstjórar hafa með sér til landsins þegar þeir koma með Norrænu, upptækan í stórum stíl. Vísir greindi frá því í gær að þýskur rútubílstjóri henti Úlrik Artúrssyni leiðsögumanni úr rútu sinni fyrir helgi með ókvæðisorðum og sakaði hann um að hafa af sér háar fjárhæðir með því að leiðbeina ferðamönnum í stórmarkaði – þeir væru þá ekki að versla mat og drykk af sér á meðan. Þetta tiltekna dæmi, ævintýri Úlriks, kemur Árna Elíssyni tollara á Seyðisfirði á óvart, því þetta er rúta sem hann fór persónulega í, hirti þaðan mikið af varningi og sá varningur sé á skrifstofu hans. Árni ætlar að eiga orð við bílstjórann þá er hann fer á morgun. Árni segir þetta vissulega vandamál, að rútubílstjórar séu með veitingasölu um borð í rútum sínum. En kannski ekki eins umfangsmikið og margir ætla. „Ég held að þetta sé ekki víðtækt vandamál. Hins vegar þekkist þetta. Við erum búnir, alveg frá því snemma í vor, að fara í flestar rútur, ekki allar, þannig að einhverjir hafa farið fram hjá okkur, við höfum hreinlega ekki „kapísatet“ til að gera meira, en við erum búnir að taka úr mjög mörgum rútum allskyns söluvarning.“ Árni segir það koma sér á óvart, í ljósi þess að þeir hjá tollinum í Seyðisfirði hafa gert upptækan varning í stórum stíl í sumar, ef margar rútur eru á ferð með varning sem verið er að selja. Hann segir fyrirliggjandi að þeir sem haga málum svo séu að brjóta margvísleg lög. „Óheimilt er vitaskuld að flytja inn slíkan varning; áfengi og matvöru – þeir geta ekki komið með það tollfrjálst til landsins og byrjað að selja. Síðan er óheilmilt að selja um borð í rútum. Þeir hafa ekki veitingaleyfi til þess.Úlrik leiðsögumaður lenti í honum kröppum eftir stormasöm samskipti við þýskan rútubílsstjóra.Einkum eru þetta þýskir bílstjórar sem um ræðir sem drýgja tekjur með þessum hætti. Búdrýgindi sem slík tíðkast í Evrópu þannig að þarna er um einhvers konar menningarmun að ræða. Ekki eru fyrirliggjandi hversu margar erlendar rútur á ferð um landið á hverjum tíma en vikulega yfir sumartímann koma fjórar til fimm rútur til landsins með Norrænu auk þess sem einhverjar geta komið með frakt með Eimskip og Samskipum.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira