Lífið

Justin Timberlake kemur Miley til varnar

Söngkonan Miley Cyrus er búin að vera mikið á milli tannanna á fólki eftir að hún kom fram á MTV Video Music-verðlaunahátíðinni á sunnudaginn. Söngvarinn Justin Timberlake segir gagnrýnina ekki eiga rétt á sér.

“Hverju bjuggust þið við? Mér líkar vel við Miley. Hún er ung. Hún er að láta alla vita að hún sé orðin fullorðin,” segir Justin í viðtali við útvarpsmanninn Jim Douglas en Justin er fyrrverandi Disney-stjarna eins og Miley.

Miley ögraði mörgum á hátíðinni.
“Leyfið henni að gera það sem hún vill. Madonna riðlaðist á sviðinu í brúðarkjól á þessari hátíð og Britney Spears strippaði. Þetta er ekki óalgengt. Mér fannst bangsarnir í atriðinu hennar Miley mjög svalir.”

Justin ærir lýðinn.
Miley dansaði villtan dans við Robin Thicke á sviðinu.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.