Innlent

Stúdentaráð í mál við LÍN

Kristján Hjálmarsson skrifar
María Rut Kristinsdóttir er fomaður Stúdentaráðs sem ætlar í mál við LÍN.
María Rut Kristinsdóttir er fomaður Stúdentaráðs sem ætlar í mál við LÍN.
Stúdentaráð ætlar að höfða mál gegn íslenska ríkinu og Lánasjóði íslenskra námsmanna vegna breytinga sem gerðar voru á útlánareglum sjóðsins.

María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs, segir að þegar sé búið að samþykkja að málið fái flýtimeðferð fyrir dómstólum og vonast hún til að það komist á dagskrá í ágúst. Daníel Isebarn Ágústsson lögmaður fer með málið fyrir hönd Stúdentaráðs.

"Við hefðum aldrei farið í þetta mál ef við teldum okkur ekki eiga möguleika og við vonumst til að dómstólar fallist á að ógilda þessar breytingar," segir María Rut.

Áður en reglunum var breytt funduðu fulltrúar Stúdentaráðs með forsvarsmönnum LÍN. Þá var samþykkt að ganga að þremur tillögum þeirra; ef náð er yfir 44 einingum á skólaári í heild sinni á námsmaður rétt á láni í hlutfalli við árangur, litið verður til einingaskila við sérstakar aðstæður og ef námsmaður á minna eftir en því sem nemur 22 einingum á síðustu önn fær hann námslán í hlutfalli við það sem hann á eftir. Þó með því skilyrði að það sé yfir 15 einingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×