Fótbolti

Aron í bandaríska hópnum fyrir leikina við Mexíkó og Kostaríka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson. Mynd/NordicPhotos/Getty
Jurgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, tilkynnti í kvöld 23 manna hóp sinn fyrir leiki á móti Mexíkó og Kostaríka í undankeppni HM. Klinsmann valdi Aron Jóhannsson aftur í hópinn sinn og þá kemur Landon Donovan aftur inn í bandaríska liðið.  

Aron Jóhannsson valdi bandaríska landsliðið fram yfir það íslenska og spilaði sinn fyrsta landsleik þegar Bandaríkin vann 4-3 sigur á Bosníu í vináttulandsleik á dögunum. Aron átti þá góða innkomu og var nálægt því að skora í sínum fyrsta landsleik.

Aron er einn af fimm framherjum bandaríska liðsins en hinir eru Jozy Altidore, Clint Dempsey, Landon Donovan og Eddie Johnson. Jozy Altidore er markahæstur í undankeppninni í Norður og Mið-Ameríku en hann skoraði líka þrennu á móti Bosníu á dögunum.

Bandaríkjamenn spila við Kostaríka á útivelli 6. september og taka síðan á móti Mexíkó í Columbus í Ohio fjórum dögum síðar. Bandaríkin er á toppi riðilsins með tveimur stigum meira en Kostaríka og fimm stigum meira en Mexíkó. Þrjár efstu þjóðirnar komast á HM í Brasilíu.

Landsliðshópur Bandaríkjanna:

Markmenn: Brad Guzan (Aston Villa), Tim Howard (Everton), Nick Rimando (Real Salt Lake);

Varnarmenn: DaMarcus Beasley (Puebla), Matt Besler (Sporting Kansas City) John Brooks (Hertha Berlin), Geoff Cameron (Stoke City), Edgar Castillo (Club Tijuana), Brad Evans (Seattle Sounders FC), Omar Gonzalez (LA Galaxy), Michael Orozco (Puebla);

Miðjumenn: Kyle Beckerman (Real Salt Lake), Alejandro Bedoya (Nantes), Michael Bradley (Roma), Mix Diskerud (Rosenborg), Fabian Johnson (Hoffenheim), Jermaine Jones (Schalke), Graham Zusi (Sporting Kansas City);

Sóknarmenn: Jozy Altidore (Sunderland), Clint Dempsey (Seattle Sounders FC), Landon Donovan (LA Galaxy), Aron Jóhannsson (AZ Alkmaar), Eddie Johnson (Seattle Sounders FC).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×