Innlent

Sextán ára sló lögreglumann

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna slagsmála í Breiðholti klukkan korter yfir tvö í nótt. Þegar lögreglan kom á vettvang og hafði afskipti af slagsmálunum, hóf einn aðilinn að slá til lögreglumanns, þar á meðal í andlitið. Lögregla handtók manninn, sem er 16 ára, og verður hann vistaður í fangageymslum lögreglunnar þangað til ástand hans lagast og hægt verður að ræða við hann.

Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og gistu þrír fangageymslur vegna ölvunar- eða fíkniefnaaksturs.

Lögreglan á Akureyri hafði hægt um sig í gær. Einn var tekinn við ölvunarakstur en lítið var um pústra og örfá fíkniefnamál komu inn á borð lögreglunnar fyrir norðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×