Innlent

Segist hafa orðið fyrir kynþáttafordómum

Bandaríska spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey segir farir sínar ekki sléttar eftir heimsókn til Zurich í Sviss á dögunum.

Þar segist hún hafa orðið fyrir kynþáttafordómum í töskubúð eftir að afgreiðslukonan neitaði að rétta henni handtösku„vegna þess að það væri of dýrt fyrir hana".

Winfrey var stödd í borginni til að vera viðstödd brúðkaup Tinu Turner. Eigandi búðarinnar segir í samtali við CNN fréttastöðina að málið sé allt misskilningur og afgreiðslukonan hafi alls ekki verið með fordóma gagnvart henni. Winfrey er er metin á 2,8 milljarða bandaríkjadala, samkvæmt lista Forbes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×