Innlent

Ekkert lík fundist

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Frá Hofsósi.
Frá Hofsósi.
"Menn eru að taka síðasta tékk núna og ef ekkert finnst þá á ég von á því að leitinni verði hætt núna seinni partinn," segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki.

Leit hefur staðið yfir að líki sem maður taldi sig hafa séð í sjónum rétt fyrir utan Hofsós í hádeginu í gær. Leitað var fram á kvöld í gærkvöld en án árangurs og hófst leit því að nýju í morgun. Stefán segir að leitarskilyrði séu góð, það sé heiðskýrt og gott skyggni.

Ekkert lík hefur þó fundist enn og verður leitinni því hætt síðar í dag, finnist ekkert á næstu klukkutímum. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×