Innlent

Bílslys á Suðurlandsvegi: Einn alvarlega slasaður

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Laust fyrir klukkan fimm í dag barst tilkynning um umferðarslys á Suðurlandsvegi við Rauðavatn, á milli Breiðholtsbrautar og Hádegismóa. Vegurinn er lokaður í báðar áttir vegna þessa.

Að sögn lögreglu voru tveir fluttir á sjúkrahús, þar af einn með alvarlega áverka.

Sjónvarvottur segir að rúta sé hálf út af veginum og að fólksbíll sé mjög illa leikinn. Þrír sjúkrabílar eru á vettvangi auk lögreglu og slökkviliðs.

Lögreglan reiknar með því að vegurinn verði lokaður til kl. 20 í kvöld en vettvangsrannsókn stendur nú yfir. Ökumönnum er bent á hjáleið um Breiðholtsbraut ef þeir ætla sér að komast upp á Suðurlandsveg og halda í austurátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×