Innlent

25 þýskir ferðamenn í rútunni

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Rútan sem lenti í umferðarslysi við Rauðavatn um klukkan fimm í dag var með 25 þýska ferðamenn innanborðs. Viðbragðshópur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu var kallaður út í kjölfar slyssins og mun hópurinn ræða við farþegana og veita þeim áfallahjálp.

Þetta er í þriðja sinn sem sjálfboðaliðar Rauða krossins eru kallaðir út í þessari viku, fyrst vegna flugslyssins á Akureyri og nú síðast vegna þýsku skútunnar sem sökk út af Garðskaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×