Innlent

Banaslys á Suðurlandsvegi

Slysið sem varð við Rauðavatn þegar fólksbíll og rútubifreið skullu saman laust fyrir klukkan fimm í dag var banaslys. 

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér fréttatilkynningu í kvöld þar sem segir að ökumaður fólksbifreiðarinnar hafi látist við áreksturinn. Í rútunni voru 25 þýskir ferðamenn og var viðbragðshópur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu kallaður út í kjölfar slyssins til að ræða við farþegana og veita þeim áfallahjálp.

Lögreglan vinnur enn að rannsókn málsins. Ekki unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×