Innlent

Ölvaður skemmdi eigin bíl

Það var töluverður erill hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt. Ellefu gistu fangageymslur, þrír að eigin ósk og þá voru mörg útköll vegna ölvunar og hávaða í heimahúsum.

Rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöld voru tveir handteknir við innbrot í íbúðarhúsnæði í miðborginni. Annar aðilinn var í mjög annarlegu ástandi og var hann vistaður í fangageymslu og þess beðið að af honum rynni. Hinn aðilinn var í góðu ástandi og eftir að rætt hafði verið við hann, var honum sleppt.

Nokkuð var um pústra í miðborginni og var tilkynnt um nokkrar líkamsárásir.

Þá var einn aðili handtekinn á Miðbakka. Hann var ölvaður og að skemma bifreið sem líklega er í hans eigu, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

Aðilinn var vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×