Innlent

Bæjarhátíðir um land allt

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Líf og fjör á Suðureyri.
Líf og fjör á Suðureyri. MYND/ACT ALONE
Hin árlega bæjarhátíð sumar á selfossi fór fram um helgina. Götur bæjarins voru skreyttar í öllum regnbogans litum fyrir tilefnið og voru veitt verðlaun fyrir fegurstu götu í sveitarfélaginu. Var það gatan Árbakki í Fosslandi sem hlaut þann heiður þetta árið. Þá steig KK á stokk á útitónleikum , haldin var brenna og og flugeldasýning, auk þess sem söguskilti voru afhjúpuð.  



Frá bæjarhátíð á SelfossiMYND/BÆJARHÁTÍÐ Á SELFOSSI
Á Eyrarbakka  fór fram árleg aldamótahátíð. Þar var haldið gömludansaball og fólk skellti sér í aldamótaklæði. Þá fór fram skrúðganga fyrir menn, dýr fornbíla og tæki. Hátíðinni lauk svo með Hlöðuballi þar sem fólk dansaði í lopapeysum og gúmmískóm.

Troðfullt var á allar leiksýningar Act Alone einleikshátíðarinnar á Suðureyri.MYND/ACT ALONE
Á Suðureyri var einleikshátíðin Act Alone haldin í tíunda sinn um helgina.  Ókeypis var inn á alla viðburði hátíðarinnar, þar sem bæði reyndir og óreyndir leikarar komu fram. Elfar Logi Hannesson, skipuleggjandi Act Alone, var gífurlega ánægður með hátíðina í ár, og segir hana aldrei hafa verið jafn vel sótta. „Það á vel við, þar sem við erum að halda upp á tíu ára afmæli hátíðarinnar í ár. Við fengum góða mætingu í afmælisgjöf," segir Elfar og er hinn kátasti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×