Íslenski boltinn

Tómas Ingi: Þorvaldur á að horfa á Pepsimörkin

Tómas Ingi Tómasson, sérfræðingur Pepsimarkanna, var afar hissa á Þorvaldi Örlygssyni, þjálfari ÍA, í gær en Þorvaldur sagði að spilamennska síns liðs gegn Fram hefði verið frábær. Liðið tapaði leiknum 1-0 og situr á botni deildarinnar.

"Ég er stundum að pæla í því hvort hann sé ekkert að horfa á þessa leiki. Mér finnst hann oft bulla og þvæla um að hans lið sé betra," sagði Tómas Ingi hlessa.

"Það er kannski fínt að hann horfi á Pepsimörkin og sjái þá þessi færi sem hann er ekki að horfa á þegar hann er að stjórna liðinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×