Segir ólíklegt að umferð leiti annað við þrengingu Hofsvallagötu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. ágúst 2013 19:15 Samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir það vera ólíklegt að umferð leiti annað við þrengingu Hofsvallagötu. Hann ítrekar að þeir sem hafi upphaflega átt hugmyndina að breytingunum hafi verið íbúar við götuna og minnir á að ómögulegt sé að gera öllum geðs. Mikið hefur verið rætt um Hofsvallagötu síðustu daga og vikur en framkvæmdir við götuna, sem miða að því að auka öryggi vegfarenda og lífga upp á götumyndina, hafa fallið misvel í kramið hjá bæði borgarfulltrúum og íbúum. Þannig fullyrti Júlíus Vífill Ingvarsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, í fréttum um helgina að þrenging götunnar með afmörkuðum rýmum væri ekki til þess fallin að auka öryggi, þvert á móti myndi umferðin leita annað og inn í hverfið. Þessu er Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, ekki sammála og bendir á að þrenging Hofsvallagötu hafi lengi verið á teikniborðinu ásamt því að vera liður í hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar. Þar að auki þurfi gatan ekki að vera tólf metra breið til að flytja þá umferð sem um hana fer.„Það sem er ákvarðandi með umferðarflæði er fyrst og fremst stýring ljósanna við Hringbraut. þrenging götunnar í tvær akreinar, ég tel að það muni ekki hafa þau áhrif að umferðflæði breytist en við höfum talið umferð og munum fylgjast með henni áfram." Ljóst er að íbúar og kaupmenn við Hofsvallagötu taka beytingunum misvel en Ólafur ítrekar að umræðan sé ekki ný af nálinni. „Það er nú svoleiðis að þeir sem áttu hugmyndina að þessu öllu saman búa hér við götuna. Þetta er ekki ný umræða, hún hefur verið í gangi í þrjú ár og það er alltaf þannig með breytingar að það eru ekki allir ánægðir en ég vona að fleiri verði ánægðir en óánægðir.“ Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir það vera ólíklegt að umferð leiti annað við þrengingu Hofsvallagötu. Hann ítrekar að þeir sem hafi upphaflega átt hugmyndina að breytingunum hafi verið íbúar við götuna og minnir á að ómögulegt sé að gera öllum geðs. Mikið hefur verið rætt um Hofsvallagötu síðustu daga og vikur en framkvæmdir við götuna, sem miða að því að auka öryggi vegfarenda og lífga upp á götumyndina, hafa fallið misvel í kramið hjá bæði borgarfulltrúum og íbúum. Þannig fullyrti Júlíus Vífill Ingvarsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, í fréttum um helgina að þrenging götunnar með afmörkuðum rýmum væri ekki til þess fallin að auka öryggi, þvert á móti myndi umferðin leita annað og inn í hverfið. Þessu er Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, ekki sammála og bendir á að þrenging Hofsvallagötu hafi lengi verið á teikniborðinu ásamt því að vera liður í hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar. Þar að auki þurfi gatan ekki að vera tólf metra breið til að flytja þá umferð sem um hana fer.„Það sem er ákvarðandi með umferðarflæði er fyrst og fremst stýring ljósanna við Hringbraut. þrenging götunnar í tvær akreinar, ég tel að það muni ekki hafa þau áhrif að umferðflæði breytist en við höfum talið umferð og munum fylgjast með henni áfram." Ljóst er að íbúar og kaupmenn við Hofsvallagötu taka beytingunum misvel en Ólafur ítrekar að umræðan sé ekki ný af nálinni. „Það er nú svoleiðis að þeir sem áttu hugmyndina að þessu öllu saman búa hér við götuna. Þetta er ekki ný umræða, hún hefur verið í gangi í þrjú ár og það er alltaf þannig með breytingar að það eru ekki allir ánægðir en ég vona að fleiri verði ánægðir en óánægðir.“
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira