Innlent

Nóg af makríl en þó minna en í fyrra

Jón Sigurður Egilsson skrifar
Makríll unnin um borð í Barða. Meira er haft fyrir því að ná makrílnum en alltaf er nóg á færibandinu í Barða.
Makríll unnin um borð í Barða. Meira er haft fyrir því að ná makrílnum en alltaf er nóg á færibandinu í Barða. mynd/Þorgeir Baldursson
Rannsóknarmenn frá Hafrannsóknastofnun sem voru að koma úr rannsóknarleiðangri segja að nóg sé af makríl þótt vissulega sé minna um hann en í fyrra. Kemur það heim og saman við upplifun útgerðar- og sjómanna sem Fréttablaðið hafði samband við.

Árið í fyrra var reyndar algjör metár en þá mældist ein og hálf milljón tonna af makríl í íslenskri lögsögu. Í nýafstöðnum leiðangri urðu rannsóknarmenn varir við mikið af þriggja ára makríl sem gefur til kynna að 2010 árgangurinn hafi verið stór.

Bráðabirgðaniðurstöður sýna einnig að hátt hlutfall norsk-íslenska síldar­stofnsins var innan íslenskrar lögsögu.

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir að meira sé fyrir því haft að veiða makríl en í fyrra. Veiðar gangi þó vel og hafi um níu þúsund tonn verið unnin í vinnslunni í landi. Svo hafi frystitogarinn Barði veitt um sex hundruð tonn og vinnslan um borð sé nú á fullum afköstum.

En það er meira í hafinu en þessar alkunnu tegundir því í leiðangri Hafró bar einnig mikið á laxsíld, stóra geirsíli og urrara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×