Píratar ekki siðlaus bófaflokkur Jakob Bjarnar skrifar 13. ágúst 2013 14:45 Jón Þór Ólafsson segir Pírötum umhugað um höfundarréttinn; þeir vilja endurskoða lög um hann því annar stefni meðal annars í ritskoðað internet. Vaxandi krafa er nú uppi um að lögreglan grípi til aðgerða gegn niðurhali á hugverkum sem eru höfundarréttarvarin. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir umræðuna á algjörum villigötum. Kröfur um að lögregla grípi til aðgerða gegn þeim sem standa að deildu.net, þar sem nálgast má á auðveldan hátt tónlist og kvikmyndir hafa aukist; ekki síst eftir að þar er aðgengilegt íslenskt efni. Ólafur Þ. Stephensen skrifar leiðara í Fréttablaðið og spyr í yfirskrift: Eru netþjófar betri þjófar? Ólafur tekur þar undir með því sem fram kemur í grjótharðri grein eftir Guðmund Andra Thorsson rithöfund sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Sá ber yfirskriftina steldu.net. Þar talar hann um falsrök og vandar Pírötum ekki kveðjurnar; flokkur sem Guðmundur Andri segir að kenni sig af stolti við iðju sjóránsmanna fyrri alda og talar í nafni framtíðarinnar. Kallar sig Bófaflokk nema öll gengur sú stigamennska út á að hafa kaupið af fátækum listamönnum.Guðmundur Andri sendi Pírötum kaldar kveðjur í gallhörðum pistli í vikunni.Jón Þór Ólafsson er þingmaður Pírata. Hann hlær aðspurður hvort Píratar séu siðlaus bófaflokkur og telur þessa umræðu á miklum villigötum. Jón Þór vill undirstrika, svo það sé alveg á hreinu, að Píratar vilji tryggja að höfundarréttur sé til staðar og að hann tryggi einkaleyfi höfundunum að hagnast á sínum hugverkum. „Ástæðan fyrir því að Pírötum er umhugað um höfundarréttinn eins og hann hefur verið svo lengi, er að með internetinu; ef menn ætla að framfylgja gömlu höfundarréttarlögunum án endurskoðunar þarf að njósna um alla nettraffík og menn þurfa að ritskoða internetið. Tilgangurinn sé góður, að listamenn fái greitt og þeir einir geti hagnast. Leiðin sem farin var í gamla heiminum var að veita þeim einkarétt á að afrita efnið. Sú leið sem við viljum fara við endurskoðun höfundaréttar og tryggja að listamenn haldi einkaleyfi sínu og geti hagnast á hugverkum sínum, er að gera það á annan hátt; að afritun sé leyfileg fólks á milli, og þannig deiling á efni, en að aðeins listamaðurinn megi hagnast. Með nýjum viðskiptamódelum.“ Þessi skilaboð virðast ekki vera að komast yfir, menn líta á þetta sem þjófnað. „Þetta er spurning hvernig landi við viljum búa í. Viljum við búa í landi, sem endurskoðar höfundaréttinn þar sem listamenn hafa einkarétt á að hagnast á hugverkum sínum. Eða hvort við lifum í landi þar sem við framfylgjum gömlum lögum sem endurspegla engan veginn nýjan raunveruleika internetsins. Það þýðir að allir verða hræddir við að deila höfundaréttarvörðu efni. Ef unglingurinn hleður óvart niður efni og deilir þá þarf lögreglan að mæta á staðinn, hún þarf að gera heimilistölvuna upptæka og hún þarf að skoða hvort brot hafi átt sér stað.“ Jón Þór leggur áherslu á að Píratar vilji vera lausnamiðaðir og þá einmitt með það fyrir augum að höfundar fái greitt fyrir vinnu sína. En, þetta sé umræða á byrjunarreit og því ekki að undra þó hún sé á villigötum. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Vaxandi krafa er nú uppi um að lögreglan grípi til aðgerða gegn niðurhali á hugverkum sem eru höfundarréttarvarin. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir umræðuna á algjörum villigötum. Kröfur um að lögregla grípi til aðgerða gegn þeim sem standa að deildu.net, þar sem nálgast má á auðveldan hátt tónlist og kvikmyndir hafa aukist; ekki síst eftir að þar er aðgengilegt íslenskt efni. Ólafur Þ. Stephensen skrifar leiðara í Fréttablaðið og spyr í yfirskrift: Eru netþjófar betri þjófar? Ólafur tekur þar undir með því sem fram kemur í grjótharðri grein eftir Guðmund Andra Thorsson rithöfund sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Sá ber yfirskriftina steldu.net. Þar talar hann um falsrök og vandar Pírötum ekki kveðjurnar; flokkur sem Guðmundur Andri segir að kenni sig af stolti við iðju sjóránsmanna fyrri alda og talar í nafni framtíðarinnar. Kallar sig Bófaflokk nema öll gengur sú stigamennska út á að hafa kaupið af fátækum listamönnum.Guðmundur Andri sendi Pírötum kaldar kveðjur í gallhörðum pistli í vikunni.Jón Þór Ólafsson er þingmaður Pírata. Hann hlær aðspurður hvort Píratar séu siðlaus bófaflokkur og telur þessa umræðu á miklum villigötum. Jón Þór vill undirstrika, svo það sé alveg á hreinu, að Píratar vilji tryggja að höfundarréttur sé til staðar og að hann tryggi einkaleyfi höfundunum að hagnast á sínum hugverkum. „Ástæðan fyrir því að Pírötum er umhugað um höfundarréttinn eins og hann hefur verið svo lengi, er að með internetinu; ef menn ætla að framfylgja gömlu höfundarréttarlögunum án endurskoðunar þarf að njósna um alla nettraffík og menn þurfa að ritskoða internetið. Tilgangurinn sé góður, að listamenn fái greitt og þeir einir geti hagnast. Leiðin sem farin var í gamla heiminum var að veita þeim einkarétt á að afrita efnið. Sú leið sem við viljum fara við endurskoðun höfundaréttar og tryggja að listamenn haldi einkaleyfi sínu og geti hagnast á hugverkum sínum, er að gera það á annan hátt; að afritun sé leyfileg fólks á milli, og þannig deiling á efni, en að aðeins listamaðurinn megi hagnast. Með nýjum viðskiptamódelum.“ Þessi skilaboð virðast ekki vera að komast yfir, menn líta á þetta sem þjófnað. „Þetta er spurning hvernig landi við viljum búa í. Viljum við búa í landi, sem endurskoðar höfundaréttinn þar sem listamenn hafa einkarétt á að hagnast á hugverkum sínum. Eða hvort við lifum í landi þar sem við framfylgjum gömlum lögum sem endurspegla engan veginn nýjan raunveruleika internetsins. Það þýðir að allir verða hræddir við að deila höfundaréttarvörðu efni. Ef unglingurinn hleður óvart niður efni og deilir þá þarf lögreglan að mæta á staðinn, hún þarf að gera heimilistölvuna upptæka og hún þarf að skoða hvort brot hafi átt sér stað.“ Jón Þór leggur áherslu á að Píratar vilji vera lausnamiðaðir og þá einmitt með það fyrir augum að höfundar fái greitt fyrir vinnu sína. En, þetta sé umræða á byrjunarreit og því ekki að undra þó hún sé á villigötum.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira