Flugvallarvinir horfa til prófkjöra og kosninga Kristján Már Unnarsson skrifar 16. ágúst 2013 18:30 Stuðningsmenn flugvallarins munu beita sér fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, hver með sínum hætti, til að tryggja flugstarfsemi áfram í Vatnsmýri. Þetta segir Friðrik Pálsson, einn forvarsmanna undirskriftasöfnunar sem hófst í dag. Flugvélar voru að koma og fara og farþegar streymdu út og inn í Flugfélagsafgreiðslunni á sama tíma og talsmenn félagsins „Hjartað í Vatnsmýri" kynntu söfnun undirskriftanna. Þeir sögðu málið brýnt og markmiðið væri að tryggja óskerta flugstarfsemi í Vatnsmýri, þannig að allar þrjár flugbrautir héldust áfram. Friðrik sagði á blaðamannafundi ljóst að sá gríðarlegi fjöldi sem stæði á bak við þessi sjónarmið, að flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýri, gæti tæplega látið það líðast að einhver þröngur kjarni lemdi það í gegn að flugvöllurinn yrði látinn víkja. Friðrik bætti síðan við: „Við skulum ekki gleyma því að það eru kosningar framundan í borgarstjórn." Hann kvaðst þó aðspurður í viðtali við fréttamann ekki vera að boða sérstakt framboð um flugvallarmálið. „Við viljum hins vegar fyrst og fremst leggja áherslu á það að fólk fái tækifæri til að segja hug sinn núna, áður en menn fara til dæmis í prófkjör, vegna þess að sú skoðanakönnun sem var framkvæmd árið 2001, og var rangtúlkuð stórkostlega, henni hefur verið hampað alla tíð síðan." Spurður hvort hópurinn hyggist þá beita sér óbeint, til dæmis með því að stuðla að kjöri flugvallarsinna í borgarstjórn, svarar Friðrik að það segi sig sjálft: „Ég lít á þetta sem stórmál. Ég finn það að mjög margir, sem standa að þessu máli, líta á það sem afskaplega mikilvægt, bara gríðarlegt hagsmunamál fyrir alla landsmenn. Þeir munu auðvitað beita sér með sínum hætti. Til þess eru kosningar." Tengdar fréttir Segja innanlandsflug leggjast af eftir þrjú ár Undirskriftasöfnun til stuðnings Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýri er hafin á vefnum "lending.is". 16. ágúst 2013 12:26 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Stuðningsmenn flugvallarins munu beita sér fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, hver með sínum hætti, til að tryggja flugstarfsemi áfram í Vatnsmýri. Þetta segir Friðrik Pálsson, einn forvarsmanna undirskriftasöfnunar sem hófst í dag. Flugvélar voru að koma og fara og farþegar streymdu út og inn í Flugfélagsafgreiðslunni á sama tíma og talsmenn félagsins „Hjartað í Vatnsmýri" kynntu söfnun undirskriftanna. Þeir sögðu málið brýnt og markmiðið væri að tryggja óskerta flugstarfsemi í Vatnsmýri, þannig að allar þrjár flugbrautir héldust áfram. Friðrik sagði á blaðamannafundi ljóst að sá gríðarlegi fjöldi sem stæði á bak við þessi sjónarmið, að flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýri, gæti tæplega látið það líðast að einhver þröngur kjarni lemdi það í gegn að flugvöllurinn yrði látinn víkja. Friðrik bætti síðan við: „Við skulum ekki gleyma því að það eru kosningar framundan í borgarstjórn." Hann kvaðst þó aðspurður í viðtali við fréttamann ekki vera að boða sérstakt framboð um flugvallarmálið. „Við viljum hins vegar fyrst og fremst leggja áherslu á það að fólk fái tækifæri til að segja hug sinn núna, áður en menn fara til dæmis í prófkjör, vegna þess að sú skoðanakönnun sem var framkvæmd árið 2001, og var rangtúlkuð stórkostlega, henni hefur verið hampað alla tíð síðan." Spurður hvort hópurinn hyggist þá beita sér óbeint, til dæmis með því að stuðla að kjöri flugvallarsinna í borgarstjórn, svarar Friðrik að það segi sig sjálft: „Ég lít á þetta sem stórmál. Ég finn það að mjög margir, sem standa að þessu máli, líta á það sem afskaplega mikilvægt, bara gríðarlegt hagsmunamál fyrir alla landsmenn. Þeir munu auðvitað beita sér með sínum hætti. Til þess eru kosningar."
Tengdar fréttir Segja innanlandsflug leggjast af eftir þrjú ár Undirskriftasöfnun til stuðnings Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýri er hafin á vefnum "lending.is". 16. ágúst 2013 12:26 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Segja innanlandsflug leggjast af eftir þrjú ár Undirskriftasöfnun til stuðnings Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýri er hafin á vefnum "lending.is". 16. ágúst 2013 12:26