Innlent

Lést í bruna

Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar
Þjórsárdalur.
Þjórsárdalur. mynd / tjalda.is
Kona lést í bruna í nótt. Eldur kom upp í hjólhýsi og var tvennt í hýsinu þegar eldurinn kom upp.

Um klukkan tvö í nótt var tilkynnt um eld i hjólhýsi í Þjórsárdal. Karlmaður á áttræðisaldri náði að komast út úr hjólhýsinu. Hann brenndist á höndum og í andliti og var fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi.

Kona á áttræðisaldri var úrskurðuð látin á vettvangi. Rannsókn brunans stendur yfir og mun rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi njóta aðstoðar tæknideildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins við vettvangsrannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×