,,Alveg hræðilegt“ Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar 17. ágúst 2013 18:55 Kona á áttræðisaldri lést þegar eldur kom upp í hjólhýsi í Þjórsárdal í nótt. Ungur maður sem reyndi að bjarga konunni segir það hræðilegt að hafa vitað af einhverjum þarna inni. Tilkynnt var um eldsvoðann á þriðja tímanum í nótt en hjólhýsið var staðsett í hjólhýsahverfi á Skriðufelli í Þjórsárdal. Mörg hýsi eru á svæðinu og varð nágrönnum bilt við þegar þeir heyrðu háværa hvelli. „Við lítum hérna til hliðar og þá sjáum við bara þetta eldhaf. Þá leggjum við á sprett yfir þessa brú og komum að þessu. Þá var fortjaldið allt í ljósum loga,“segir Sveinn Enok Jóhannsson sem reyndi að bjarga konunni. Sambýlisfólk á áttræðisaldri var inni í hjólhýsinu. Manninum tókst að komast út af sjálfsdáðum og var hann brunninn í andliti og á höndum. Konan var þá ennþá inni í hjólhýsinu. „Og í geðshræringu þá ætlaði ég að reyna að brjóta niður glerið, en það er nú úr plasti þannig að það gekk illa. Á endanum náði ég bara að rífa það af. Ég hafði þá slökkt á gaskútunum sem voru þarna og ýtt þeim í burtu. Við mér tók eldhaf og ég tók andann og fór inn í hjólhýsið en það var svo mikill eldur. Ég þreifaði á rúmunum og fann ekki neitt en þá bara allt í einu tekur þessi hiti á móti mér, alveg svakalegur hiti og reykur og ég hoppa bara út úr hjólhýsinu og í kjölfarið á því fara kútarnir hérna hinum megin að springa,“ segir Sveinn. Þetta er annað banaslysið á þessu ári í hjólhýsahverfinu í Þjórsárdal, en það eru aðeins þrír mánuðir síðan hjón á sjötugsaldri létust vegna súrefnisskorts inni í hjólhýsi sínu. Konan sem lést í nótt og maðurinn hennar eru búin að vera með hjólhýsi á staðnum í mörg ár og eru þau þekkt þar fyrir að passa vel upp á sitt og og nágranna sína. Sveinn segir þau vera fólkið sem að skrúfaði fyrir gasið áður en það fór að sofa. „Reglufólk sem vissi alveg hvað það var að gera,“ segir hann. Maðurinn var fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi þar sem gert var að sárum hans, en konan var úrskurðuð látin á staðnum. Málið er í rannsókn og nýtur rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi aðstoðar tæknideildar lögreglunar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er unnt að greina frá nafni hinnar látnu að svo stöddu. Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Kona á áttræðisaldri lést þegar eldur kom upp í hjólhýsi í Þjórsárdal í nótt. Ungur maður sem reyndi að bjarga konunni segir það hræðilegt að hafa vitað af einhverjum þarna inni. Tilkynnt var um eldsvoðann á þriðja tímanum í nótt en hjólhýsið var staðsett í hjólhýsahverfi á Skriðufelli í Þjórsárdal. Mörg hýsi eru á svæðinu og varð nágrönnum bilt við þegar þeir heyrðu háværa hvelli. „Við lítum hérna til hliðar og þá sjáum við bara þetta eldhaf. Þá leggjum við á sprett yfir þessa brú og komum að þessu. Þá var fortjaldið allt í ljósum loga,“segir Sveinn Enok Jóhannsson sem reyndi að bjarga konunni. Sambýlisfólk á áttræðisaldri var inni í hjólhýsinu. Manninum tókst að komast út af sjálfsdáðum og var hann brunninn í andliti og á höndum. Konan var þá ennþá inni í hjólhýsinu. „Og í geðshræringu þá ætlaði ég að reyna að brjóta niður glerið, en það er nú úr plasti þannig að það gekk illa. Á endanum náði ég bara að rífa það af. Ég hafði þá slökkt á gaskútunum sem voru þarna og ýtt þeim í burtu. Við mér tók eldhaf og ég tók andann og fór inn í hjólhýsið en það var svo mikill eldur. Ég þreifaði á rúmunum og fann ekki neitt en þá bara allt í einu tekur þessi hiti á móti mér, alveg svakalegur hiti og reykur og ég hoppa bara út úr hjólhýsinu og í kjölfarið á því fara kútarnir hérna hinum megin að springa,“ segir Sveinn. Þetta er annað banaslysið á þessu ári í hjólhýsahverfinu í Þjórsárdal, en það eru aðeins þrír mánuðir síðan hjón á sjötugsaldri létust vegna súrefnisskorts inni í hjólhýsi sínu. Konan sem lést í nótt og maðurinn hennar eru búin að vera með hjólhýsi á staðnum í mörg ár og eru þau þekkt þar fyrir að passa vel upp á sitt og og nágranna sína. Sveinn segir þau vera fólkið sem að skrúfaði fyrir gasið áður en það fór að sofa. „Reglufólk sem vissi alveg hvað það var að gera,“ segir hann. Maðurinn var fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi þar sem gert var að sárum hans, en konan var úrskurðuð látin á staðnum. Málið er í rannsókn og nýtur rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi aðstoðar tæknideildar lögreglunar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er unnt að greina frá nafni hinnar látnu að svo stöddu.
Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira