Lífið

24 milljónir í leigu á mánuði

Ofurhjónin Bill og Hillary Clinton eru búin að hreiðra um sig á Hamptons-svæðinu en þar búa fjölmargar stjörnur.

Bill og Hillary leigja hús á staðnum og er leigan hvorki meira né minna en tvö hundruð þúsund dollarar á mánuði, rétt rúmar 24 milljónir króna.

Glæsihúsið er búið 6 svefnherbergjum og sjö baðherbergjum þannig að plássið er nóg fyrir gesti. Þá fylgir húsinu líka falleg verönd og auðvitað sundlaug.

Smekkfólk.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.