Innlent

Jeppi fastur í Krossá

Gissur Sigurðsson skrifar
Ekki er óalgengt að menn festi sig í Krossá.
Ekki er óalgengt að menn festi sig í Krossá.
Nokkrir íslenskir ferðamenn komust í hann krappann, þegar jeppi þeirra festist út í miðri Krossá í Þórsmörk í gærkvöldi.

Landverðir brugðu skjótt við og björgunarsveitarmenn komu á vettvang. Bíllinn náðist upp úr ánni eftir nokkra stund og þurfti engin úr honum að leita læknis.

Töluvert rennsli var í ánni þegar þetta gerðist og dró jeppinn kerru, eða tjaldvagn, en talið er að vatnið hafi rifið  svo duglega í kerruna að ökumaðurinn hafi ekki ráðið við jeppann, þannig að hann festist. Ferðalangarnir voru ekki í samfloti við annan bíl eða bíla, en slíkt þykir ráðlegt þegar ekið er yfir straumharðar ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×