Innlent

Snowden fær pólitískt hæli í Rússlandi

Edward Snowden hefur fengið pólitískt hæli í Rússlandi, að því er lögfræðingur hans segir.
Edward Snowden hefur fengið pólitískt hæli í Rússlandi, að því er lögfræðingur hans segir.
Umsókn uppljóstrarans Edward Snowden um pólitískt hæli í Rússlandi var samþykkt rétt í þessu. Snowden hefur yfirgefið flugvöllinn í Moskvu þar sem hann hefur dvalið síðustu vikur.

Snowden fær nú eins árs dvalarleyfi í Rússlandi en lögfræðingur hans vildi ekki gefa upp dvalarstað hans af öryggisástæðum. Hann hefur verið eftirlýstur af bandarískum stjórnvöldum fyrir að leka upplýsingum um bandarísku þjóðaröryggisstofnunina.

Meðal þess sem kom fram í gögnunum sem Snowden lak er að bandaríska þjóðaröryggisstofnunin hefur aðgang að leynilegu forriti sem gerir starfsmönnum kleift að fylgjast með öllum samskiptum fólks á internetinu.

Forritið heitir X-Keyscore og greindi breska blaðið The Guardian frá tilvist þess í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×