Innlent

Hald lagt á fíkniefni í Eyjum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Lögreglan í Vestmannaeyjum er með mikinn viðbúnað vegna þjóðhátíðarinnar sem hefst formlega á morgun.
Lögreglan í Vestmannaeyjum er með mikinn viðbúnað vegna þjóðhátíðarinnar sem hefst formlega á morgun.
Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði hald á tæp 30 grömm af kannabisefnum í heimahúsi í Vestmannaeyjum í dag. Maðurinn sagði efnin ætluð til eigin neyslu. Þá höfðu áður fundist 25 grömm af kannabisefnum á manni á tvítugsaldri sem var á leið til Eyja með Herjólfi.

Lögreglan í Vestmannaeyjum er með mikinn viðbúnað vegna þjóðhátíðarinnar sem hefst formlega á morgun, en í kvöld verður svokallað Húkkaraball í tengslum við upphaf hátíðarinnar. 25 lögreglumenn auk tveggja fíkniefnahunda verða að störfum í Vestmannaeyjum þessa daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×