Fótbolti

Aktobe hafnaði beiðni Blika að leika á Kópavogsvelli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leikur Breiðabliks og Aktobe fer fram á Laugardalsvelli
Leikur Breiðabliks og Aktobe fer fram á Laugardalsvelli Mynd / samsett

Síðari leikur Breiðabliks og Aktobe í forkeppni Evrópudeildarinnar fer fram á Laugardalsvelli þann 8. ágúst í næstu viku.

Breiðablik tapaði, 1-0, fyrir Aktobe í fyrri leik liðanna í Kasakstan í gær.
Ástæðan fyrir því er að Kópavogsvöllur uppfyllir ekki þær reglugerðir sem UEFA setur fram varðandi aðstæður og stærð vallarins.

Blikar fóru fram á að færa leikinn yfir á Kópavogsvöll en forráðmenn Aktobe höfnuðu því og því verður leikurinn að fara fram á þjóðarleikvangi Íslands. Þetta staðfesti Gunnar Gylfason, starfsmaður KSÍ, í samtali við íþróttadeild.

Laugardalsvöllurinn er eini völlurinn á Íslandi sem uppfyllir allar þær kröfur sem UEFA gerir og því eru Evrópuleikir félagsliða á Íslandi sjálfkrafa settir á þjóðarleikvanginn. Það er síðan í höndum félaganna að fara fram á flutning á sinn eigin heimavöll.

FH-ingar hafa einnig farið fram á að leikurinn gegn Austria Vín í forkeppni Meistaradeildar Evrópu fari fram í Kaplakrikavelli og þeim verður að ósk sinni. Ástæðan fyrir því er að forráðamenn austuríska liðsins settu sig ekki upp á móti því.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.