Fótbolti

Aktobe hafnaði beiðni Blika að leika á Kópavogsvelli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leikur Breiðabliks og Aktobe fer fram á Laugardalsvelli
Leikur Breiðabliks og Aktobe fer fram á Laugardalsvelli Mynd / samsett
Síðari leikur Breiðabliks og Aktobe í forkeppni Evrópudeildarinnar fer fram á Laugardalsvelli þann 8. ágúst í næstu viku.

Breiðablik tapaði, 1-0, fyrir Aktobe í fyrri leik liðanna í Kasakstan í gær.

Ástæðan fyrir því er að Kópavogsvöllur uppfyllir ekki þær reglugerðir sem UEFA setur fram varðandi aðstæður og stærð vallarins.

Blikar fóru fram á að færa leikinn yfir á Kópavogsvöll en forráðmenn Aktobe höfnuðu því og því verður leikurinn að fara fram á þjóðarleikvangi Íslands. Þetta staðfesti Gunnar Gylfason, starfsmaður KSÍ, í samtali við íþróttadeild.

Laugardalsvöllurinn er eini völlurinn á Íslandi sem uppfyllir allar þær kröfur sem UEFA gerir og því eru Evrópuleikir félagsliða á Íslandi sjálfkrafa settir á þjóðarleikvanginn. Það er síðan í höndum félaganna að fara fram á flutning á sinn eigin heimavöll.

FH-ingar hafa einnig farið fram á að leikurinn gegn Austria Vín í forkeppni Meistaradeildar Evrópu fari fram í Kaplakrikavelli og þeim verður að ósk sinni. Ástæðan fyrir því er að forráðamenn austuríska liðsins settu sig ekki upp á móti því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×