Íslenski boltinn

Finna þá nísku á sjónvarpsupptöku

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hásteinsvelli í dag.
Hásteinsvelli í dag. Mynd/Ingi Fannar Eiríksson
„Það eru allir í stuði og ekkert vesen komið upp ennþá," segir Örn Hilmisson yfirmaður öryggisgæslu á viðureign ÍBV og FH á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.

Múgur og margmenni er á leiknum en aldrei áður hefur verið spilað í efstu deild í Eyjum á Þjóðhátíð. Ströng öryggisgæsla er á leiknum enda gert ráð fyrir að töluverð ölvun væri möguleg á meðal gesta.

„Það er eins og ég sagði í gær. Allir þeir erfiðu eru sofandi," segir Örn hlæjandi. Vísaði Örn þar í viðtal við hann í Fréttablaðinu í morgun.

„Það er bara góður andi í fólkinu og allir hressir," segir Örn. Vel var liðið á fyrri hálfleikinn þegar blaðamaður Vísis náði tali af Erni sem sagði enn á reiki hve margir gestir væru mættir.

„Við höfum ekki fengið neinar tölur ennþá. Það er ennþá fólk að hrúgast að."

Hann segir töluvert um að fólk reyni að svindla sér inn á völlinn án þess að greiða aðgangseyri.

„Það er alltaf sama sagan. Það eru alltaf þessir nísku. En þeir eru í beinni útsendingu. Við flokkum þá bara út síðar," sagði Örn eldhress.

Beina textalýsingu frá leiknum í Eyjum má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×