Íslenski boltinn

Kempa í fótspor kempu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Haraldur Ingólfsson (annar frá hægri) fer fyrir fögnuðu Skagamanna þegar Íslandsmeistarabikarninn var tryggður sumarið 1996.
Haraldur Ingólfsson (annar frá hægri) fer fyrir fögnuðu Skagamanna þegar Íslandsmeistarabikarninn var tryggður sumarið 1996. Vísir/BG
Knattspyrnufélag ÍA hefur ráðið Harald Ingólfsson sem framkvæmdastjóra. Haraldur tekur við starfinu af Þórði Guðjónssyni, fyrrum liðsfélaga sínum í Skagaliðinu.

Haraldur spilaði lengi með ÍA og var lykilmaður í gullaldarliði Skagamanna á tíunda áratugnum. Þá spilaði hann sem atvinnumaður í Svíþjóð og með landsliði Íslands.

Haraldur hefur starfað sem aðstoðarútibússtjóri hjá Arion banka undanfarin 9 ár en áður var hann framkvæmdarstjóri VLFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×