Íslensk módel á síðu VOGUE Ellý Ármanns skrifar 7. ágúst 2013 13:30 Myndir eftir íslenskan ljósmyndara, Braga Kort, birtust á vefsíðu ítalska Vogue. Hann sérhæfir sig meðal annars í „fine art nude" myndum en það getur hver sem er skráð sig sem ljósmyndara á þessa síðu. Skjámynd af umræddri mynd á vefsíðu ítalska Vogue.Erfitt þykir fyrir ljósmyndara að fá myndir samþykktar á vefsíðu Vogue tískutímaritsins en Vogue setur stimpilinn sinn á þær. Braga hefur þó tekist að fá nokkrar myndir samþykktar og þar á meðal þessa mynd af íslensku fyrirsætunum Melínu Kolka Guðmundsdóttur og Mariu Jimenez Pacifico. Melina Kolka ásamt Maríu Jimenez Pacifico í myndatökunni.Við spurðum Melínu sem er menntaður grafískur hönnuður um umrædda mynd. Hvernig kom það til að þú tókst þátt í þessu verkefni? „Maria hafði samband við mig og bað mig að taka þátt í þessu verkefni með sér en við þekkjumst í gegnum Kvikmyndaskólann. Ég er bara að prófa mig áfram í módelheiminum en ég er nýkomin á skrá hjá Eskimo."Innileg tengsl „Tilfinningin og áhrifin frá þessari mynd eru ótrúleg. Tengsl þeirra eru innileg og einlæg eins og samband systra eða vinkvenna. Myndin er kröftug en fáguð á sama tíma. Nafn myndarinnar Umhyggja eða affection á svo sannarlega vel við," segir Melina spurð út í myndina og hvað þau leituðust við að skapa. Ljósmyndarinn, Bragi Kort, hefur meðal annars verið að aðstoða Dave Rudin þegar hann var hér á landi að taka „fine art nude" myndir á Íslandi.Hér má sjá flickr síðuna hans BragaHér er hlekkur á sjálfa myndina þar sem hún birtist á Vogue.itPrófíll Braga á Vogue.it Mest lesið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Lífið Morð, nauðgun, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Myndir eftir íslenskan ljósmyndara, Braga Kort, birtust á vefsíðu ítalska Vogue. Hann sérhæfir sig meðal annars í „fine art nude" myndum en það getur hver sem er skráð sig sem ljósmyndara á þessa síðu. Skjámynd af umræddri mynd á vefsíðu ítalska Vogue.Erfitt þykir fyrir ljósmyndara að fá myndir samþykktar á vefsíðu Vogue tískutímaritsins en Vogue setur stimpilinn sinn á þær. Braga hefur þó tekist að fá nokkrar myndir samþykktar og þar á meðal þessa mynd af íslensku fyrirsætunum Melínu Kolka Guðmundsdóttur og Mariu Jimenez Pacifico. Melina Kolka ásamt Maríu Jimenez Pacifico í myndatökunni.Við spurðum Melínu sem er menntaður grafískur hönnuður um umrædda mynd. Hvernig kom það til að þú tókst þátt í þessu verkefni? „Maria hafði samband við mig og bað mig að taka þátt í þessu verkefni með sér en við þekkjumst í gegnum Kvikmyndaskólann. Ég er bara að prófa mig áfram í módelheiminum en ég er nýkomin á skrá hjá Eskimo."Innileg tengsl „Tilfinningin og áhrifin frá þessari mynd eru ótrúleg. Tengsl þeirra eru innileg og einlæg eins og samband systra eða vinkvenna. Myndin er kröftug en fáguð á sama tíma. Nafn myndarinnar Umhyggja eða affection á svo sannarlega vel við," segir Melina spurð út í myndina og hvað þau leituðust við að skapa. Ljósmyndarinn, Bragi Kort, hefur meðal annars verið að aðstoða Dave Rudin þegar hann var hér á landi að taka „fine art nude" myndir á Íslandi.Hér má sjá flickr síðuna hans BragaHér er hlekkur á sjálfa myndina þar sem hún birtist á Vogue.itPrófíll Braga á Vogue.it
Mest lesið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Lífið Morð, nauðgun, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira