Íslenski boltinn

Miðstöð Boltavaktarinnar | Allir leikirnir á einum stað

Fimm leikir fara fram í 14. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Hægt er að fylgjast með gangi mála í þeim öllum í Miðstöð Boltavaktarinnar.

Flautað verður til leiks á Laugardalsvelli klukkan 17.30 þar sem Fram tekur á móti Val í Reykjavíkurslag. Hálftíma síðar hefst viðureign Þórs og KR norðan heiða á Þórsvelli. Þór hefur ekki lagt KR að velli í deildinni síðan sumarið 1994.

Tveir leikir hefjast klukkan 19.15. Stjarnan tekur á móti Fylki í Garðabænum og Víkingur frá Ólafsvík sækir Keflavík heim suður með sjó. Hægt er að smella á einstaka leiki hér að neðan til að fylgjast með beinni textalýsingu frá þeim leik.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×