Íslenski boltinn

Garðar skoraði flottasta markið

Garðar Jóhannsson skoraði fallegasta markið í 14. umferð Pepsi-deildar karla. Þetta er niðurstaða lesenda Vísis.

Garðar skoraði markið fallega með hægrifótarskoti utan teigs í 1-1 jafnteflinu gegn Víkingi Ólafsvík í síðustu umferð. Stjarnan tapaði svo gegn Fylki í gær og hefur aðeins fengið eitt stif af síðustu sex mögulegum.

Eiður Aron Sigurbjörnsson hafnaði í öðru sæti í kosningunni fyrir mark sitt gegn Blikum í Kópavogi. Mörkin fimm má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×