Innlent

Geislafræðingar draga uppsagnir til baka

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga.
Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga.
Geislafræðingar á Landspítalanum hafa ákveðið að draga uppsagnir sínar til baka. Er það gert í kjölfar ummæla Páls Matthíassonar, staðgengils forstjóra spítalans, um að umsókn Katrínar Sigurðardóttur, formanns Félags geislafræðinga, fái flýtimeðferð.

Með því vilja geislafræðingar sýna stjórnendum Landspítalans það traust að þeir standi við orð sín og ráði formanninn aftur til starfa, en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá geislafræðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×