Brotið á samkynhneigðum: "Eitt skal yfir alla ganga" Hrund Þórsdóttir skrifar 9. ágúst 2013 18:36 Katrín Oddsdóttir eignaðist dóttur með eiginkonu sinni, Kristínu Eysteinsdóttur, fyrir skömmu. Þær sóttu um fæðingarvottorð en þegar dráttur varð á svörum kom í ljós að beðið var vottorðs frá Art Medica um að Katrín hefði samþykkt tæknifrjóvgun á Kristínu. „Þetta er mjög einkennilegt vegna þess að þetta er ekki gert þegar gagnkynhneigðir eiga í hlut og þó eru 5 til 15% barna sem fæðast í dag einmitt tæknifrjóvgunarbörn. Þetta er mjög sérstök framkvæmd sem ég held að hljóti að vera mistök því þetta er algjörlega glatað og að sjálfsögðu sættum við okkur ekki við þetta,“ segir Katrín. Hún bendir auk þess á að Þjóðskrá hafi gefið sér að barnið hafi komið undir í gegnum tæknifrjóvgunarfyrirtækið Art Medica og haft samband við það án vitneskju hennar. „Þetta er brot á jafnræðisreglu stjórnarskrá og stjórnsýslulaga og persónuverndarlögum og hverju eina og ég vona bara að Þjóðskrá leiðrétti þetta og málið sé dautt,“ segir hún. Vinkonur Katrínar og Kristínar eiga von á barni og sendu inn umsókn um fæðingarorlof. „Þá kom þetta sama, að það þyrfti að koma einhver staðfesting á að hin hefði samþykkt að tæknifrjóvgunin hefði verið gerð með hennar vitund og samþykki en þetta er fráleitt vegna þess að lög um tæknifrjóvgun segja að það megi ekki gera slíka aðgerð nema með samþykki sambúðarmaka,“ segir Katrín. Þá sé rangt að ganga út frá því að börn samkynhneigðra komi undir með þessum hætti og beina reglum eingöngu að þeim. Eitt skuli yfir alla ganga. Hinsegin dagar ná hápunkti sínum á morgun með Gleðigöngu í miðbæ Reykjavíkur og Katrín kveðst þakklát fyrir þann árangur sem náðst hefur hér á landi í réttindabaráttu samkynhneigðra. „En maður má heldur ekkert hætta að róa og litlir áfangasigrar eru eftir. Það má ekki hugsa bara æ það er komið svo mikið, við skulum bara gefast upp hér og þetta er fínt. Maður verður að standa vaktina áfram og mér finnst þetta týpískt dæmi um það svo ég bara vona að þessu verði breytt,“ segir Katrín. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Katrín Oddsdóttir eignaðist dóttur með eiginkonu sinni, Kristínu Eysteinsdóttur, fyrir skömmu. Þær sóttu um fæðingarvottorð en þegar dráttur varð á svörum kom í ljós að beðið var vottorðs frá Art Medica um að Katrín hefði samþykkt tæknifrjóvgun á Kristínu. „Þetta er mjög einkennilegt vegna þess að þetta er ekki gert þegar gagnkynhneigðir eiga í hlut og þó eru 5 til 15% barna sem fæðast í dag einmitt tæknifrjóvgunarbörn. Þetta er mjög sérstök framkvæmd sem ég held að hljóti að vera mistök því þetta er algjörlega glatað og að sjálfsögðu sættum við okkur ekki við þetta,“ segir Katrín. Hún bendir auk þess á að Þjóðskrá hafi gefið sér að barnið hafi komið undir í gegnum tæknifrjóvgunarfyrirtækið Art Medica og haft samband við það án vitneskju hennar. „Þetta er brot á jafnræðisreglu stjórnarskrá og stjórnsýslulaga og persónuverndarlögum og hverju eina og ég vona bara að Þjóðskrá leiðrétti þetta og málið sé dautt,“ segir hún. Vinkonur Katrínar og Kristínar eiga von á barni og sendu inn umsókn um fæðingarorlof. „Þá kom þetta sama, að það þyrfti að koma einhver staðfesting á að hin hefði samþykkt að tæknifrjóvgunin hefði verið gerð með hennar vitund og samþykki en þetta er fráleitt vegna þess að lög um tæknifrjóvgun segja að það megi ekki gera slíka aðgerð nema með samþykki sambúðarmaka,“ segir Katrín. Þá sé rangt að ganga út frá því að börn samkynhneigðra komi undir með þessum hætti og beina reglum eingöngu að þeim. Eitt skuli yfir alla ganga. Hinsegin dagar ná hápunkti sínum á morgun með Gleðigöngu í miðbæ Reykjavíkur og Katrín kveðst þakklát fyrir þann árangur sem náðst hefur hér á landi í réttindabaráttu samkynhneigðra. „En maður má heldur ekkert hætta að róa og litlir áfangasigrar eru eftir. Það má ekki hugsa bara æ það er komið svo mikið, við skulum bara gefast upp hér og þetta er fínt. Maður verður að standa vaktina áfram og mér finnst þetta týpískt dæmi um það svo ég bara vona að þessu verði breytt,“ segir Katrín.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira