Brotið á samkynhneigðum: "Eitt skal yfir alla ganga" Hrund Þórsdóttir skrifar 9. ágúst 2013 18:36 Katrín Oddsdóttir eignaðist dóttur með eiginkonu sinni, Kristínu Eysteinsdóttur, fyrir skömmu. Þær sóttu um fæðingarvottorð en þegar dráttur varð á svörum kom í ljós að beðið var vottorðs frá Art Medica um að Katrín hefði samþykkt tæknifrjóvgun á Kristínu. „Þetta er mjög einkennilegt vegna þess að þetta er ekki gert þegar gagnkynhneigðir eiga í hlut og þó eru 5 til 15% barna sem fæðast í dag einmitt tæknifrjóvgunarbörn. Þetta er mjög sérstök framkvæmd sem ég held að hljóti að vera mistök því þetta er algjörlega glatað og að sjálfsögðu sættum við okkur ekki við þetta,“ segir Katrín. Hún bendir auk þess á að Þjóðskrá hafi gefið sér að barnið hafi komið undir í gegnum tæknifrjóvgunarfyrirtækið Art Medica og haft samband við það án vitneskju hennar. „Þetta er brot á jafnræðisreglu stjórnarskrá og stjórnsýslulaga og persónuverndarlögum og hverju eina og ég vona bara að Þjóðskrá leiðrétti þetta og málið sé dautt,“ segir hún. Vinkonur Katrínar og Kristínar eiga von á barni og sendu inn umsókn um fæðingarorlof. „Þá kom þetta sama, að það þyrfti að koma einhver staðfesting á að hin hefði samþykkt að tæknifrjóvgunin hefði verið gerð með hennar vitund og samþykki en þetta er fráleitt vegna þess að lög um tæknifrjóvgun segja að það megi ekki gera slíka aðgerð nema með samþykki sambúðarmaka,“ segir Katrín. Þá sé rangt að ganga út frá því að börn samkynhneigðra komi undir með þessum hætti og beina reglum eingöngu að þeim. Eitt skuli yfir alla ganga. Hinsegin dagar ná hápunkti sínum á morgun með Gleðigöngu í miðbæ Reykjavíkur og Katrín kveðst þakklát fyrir þann árangur sem náðst hefur hér á landi í réttindabaráttu samkynhneigðra. „En maður má heldur ekkert hætta að róa og litlir áfangasigrar eru eftir. Það má ekki hugsa bara æ það er komið svo mikið, við skulum bara gefast upp hér og þetta er fínt. Maður verður að standa vaktina áfram og mér finnst þetta týpískt dæmi um það svo ég bara vona að þessu verði breytt,“ segir Katrín. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Katrín Oddsdóttir eignaðist dóttur með eiginkonu sinni, Kristínu Eysteinsdóttur, fyrir skömmu. Þær sóttu um fæðingarvottorð en þegar dráttur varð á svörum kom í ljós að beðið var vottorðs frá Art Medica um að Katrín hefði samþykkt tæknifrjóvgun á Kristínu. „Þetta er mjög einkennilegt vegna þess að þetta er ekki gert þegar gagnkynhneigðir eiga í hlut og þó eru 5 til 15% barna sem fæðast í dag einmitt tæknifrjóvgunarbörn. Þetta er mjög sérstök framkvæmd sem ég held að hljóti að vera mistök því þetta er algjörlega glatað og að sjálfsögðu sættum við okkur ekki við þetta,“ segir Katrín. Hún bendir auk þess á að Þjóðskrá hafi gefið sér að barnið hafi komið undir í gegnum tæknifrjóvgunarfyrirtækið Art Medica og haft samband við það án vitneskju hennar. „Þetta er brot á jafnræðisreglu stjórnarskrá og stjórnsýslulaga og persónuverndarlögum og hverju eina og ég vona bara að Þjóðskrá leiðrétti þetta og málið sé dautt,“ segir hún. Vinkonur Katrínar og Kristínar eiga von á barni og sendu inn umsókn um fæðingarorlof. „Þá kom þetta sama, að það þyrfti að koma einhver staðfesting á að hin hefði samþykkt að tæknifrjóvgunin hefði verið gerð með hennar vitund og samþykki en þetta er fráleitt vegna þess að lög um tæknifrjóvgun segja að það megi ekki gera slíka aðgerð nema með samþykki sambúðarmaka,“ segir Katrín. Þá sé rangt að ganga út frá því að börn samkynhneigðra komi undir með þessum hætti og beina reglum eingöngu að þeim. Eitt skuli yfir alla ganga. Hinsegin dagar ná hápunkti sínum á morgun með Gleðigöngu í miðbæ Reykjavíkur og Katrín kveðst þakklát fyrir þann árangur sem náðst hefur hér á landi í réttindabaráttu samkynhneigðra. „En maður má heldur ekkert hætta að róa og litlir áfangasigrar eru eftir. Það má ekki hugsa bara æ það er komið svo mikið, við skulum bara gefast upp hér og þetta er fínt. Maður verður að standa vaktina áfram og mér finnst þetta týpískt dæmi um það svo ég bara vona að þessu verði breytt,“ segir Katrín.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira