Innlent

Smáralind rýmd vegna reyks - myndir

Smáralind var rýmd um sjö leitið í kvöld þegar eldvarnarkerfi hússins fór í gang. Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út. Í ljós kom að spennir hafði brunnið yfir og fylltist húsið af reyk en enginn eldur braust út.

Rýma þurfti húsið en fjöldi fólks var á svæðinu, ýmist á leið í bíó eða á veitingastaði verslunarkjarnans. Fólkinu var þó vísað beint út á bílaplan á meðan aðgerðir stóðu yfir.

Ljósmyndari Fréttablaðsins var á vettvangi og tók nokkrar myndir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×