Íslenski boltinn

Brenne til Keflavíkur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Haraldur Freyr og félagar í Keflavík safna liði fyrir komandi átök.
Haraldur Freyr og félagar í Keflavík safna liði fyrir komandi átök. Mynd/Anton
Pepsi-deildarlið Keflavíkur hefur gengið frá samningi við norska varnarmanninn Endre Ove Brenne. Félagaskipti kappans hafa verið staðfest á heimasíðu KSÍ.

Brenne þekkir vel til íslenska boltans en hann spilaði með Selfossi undanfarin tvö tímabil. Hann skoraði eitt mark í 22 leikjum sumarið 2011 þegar liðið komst upp í efstu deild og 20 leiki í Pepsi-deildinni í fyrra.

Keflavík er í botnsæti deildarinnar með sjö stig en liðið mætir Víkingi Ólafsvík annan miðvikudag í 14. umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×