Íslenski boltinn

Erfitt að lyfta rauðu spjaldi á KR-vellinum?

Atli Sigurjónsson, miðjumaður KR, var stálheppinn að vera ekki rekinn af velli í 3-0 sigurleik gegn Keflavík í 13. umferð Pepsi-deildar karla á sunnudaginn.

Atli fékk fyrst gult spjald fyrir meintan leikaraskap en átti svo skrautlega tæklingu sem hefði hæglega mátt refsa með gulu spjaldi. Akureyringurinn braut af sér aftur skömmu síðar en slapp með skrekkinn.

Sérfræðingarnir í Pepsi-mörkunum tóku atvikin til skoðunar í þætti gærkvöldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×