Norðlægar áttir í kortunum fyrir Verslunarmannahelgina Hrund Þórsdóttir skrifar 30. júlí 2013 19:00 Eins og sjá má í meðfylgjandi frétt hafa fréttastofu borist upplýsingar um 15 hátíðir sem haldnar verða víða um landið en listinn er örugglega ekki tæmandi. Búist er við fjölmenni á stærstu hátíðunum, en meðal þeirra sem notið hafa mikilla vinsælda eru Mýrarboltinn á Ísafirði, Síldarævintýri á Siglufirði, Ein með öllu á Akureyri, Neistaflug í Neskaupsstað og Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þá geta þeir sem vilja fást við eitthvað óhefðbundið t.d. fylgst með traktorstorfæru á Flúðum, svo eitthvað sé nefnt. Á netsíðunni verslunarmannahelgin.is má finna ýmsar upplýsingar um dagskrá helgarinnar. Hörður Orri Grettisson, sem situr í þjóðhátíðarnefnd, segir stemmninguna í Eyjum góða. „Við reiknum með mjög svipuðum fjölda og á þjóðhátíðina í fyrra sem gekk mjög vel fyrir sig. Sú þjóðhátíð var sú þriðja fjölmennasta frá upphafi. Ætli við séum ekki að gæla við tólf til þrettán þúsund manns í dalinn í ár,“ segir Hörður. Sunnudagsferðir á Þjóðhátíð eru nær uppseldar og því var ákveðið að bjóða í fyrsta sinn upp á laugardagsferðir. „Þú kemur með Herjólfi til Vestmannaeyja á laugardegi og ferð til baka aftur um morguninn, á sunnudagsmorguninn, með Herjólfi.“ Hrafn Guðmundsson veðurfræðingur segir veðurútlit fyrir helgina eðlilega misjafnt eftir landssvæðum. „Það eru norðlægar áttir í kortunum þannig að það verður líklega skýjað að mestu á norður- og austurlandi og kannski fremur svalt miðað við árstíma en á suður- og vesturlandi er yfirleitt nokkuð gott veður og milt, gæti náð upp í 17 18 gráður á suðurlandi ,“ segir hann. Hrafn gerir ekki ráð fyrir mikilli úrkomu. „Nema kannski helst þá á aðfararnótt laugardags eða á laugardaginn. Þá gæti komið úrkomusvæði yfir norðausturhlutann um tíma en annars tiltölulega þurrt þótt það sé skýjað.“ Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Eins og sjá má í meðfylgjandi frétt hafa fréttastofu borist upplýsingar um 15 hátíðir sem haldnar verða víða um landið en listinn er örugglega ekki tæmandi. Búist er við fjölmenni á stærstu hátíðunum, en meðal þeirra sem notið hafa mikilla vinsælda eru Mýrarboltinn á Ísafirði, Síldarævintýri á Siglufirði, Ein með öllu á Akureyri, Neistaflug í Neskaupsstað og Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þá geta þeir sem vilja fást við eitthvað óhefðbundið t.d. fylgst með traktorstorfæru á Flúðum, svo eitthvað sé nefnt. Á netsíðunni verslunarmannahelgin.is má finna ýmsar upplýsingar um dagskrá helgarinnar. Hörður Orri Grettisson, sem situr í þjóðhátíðarnefnd, segir stemmninguna í Eyjum góða. „Við reiknum með mjög svipuðum fjölda og á þjóðhátíðina í fyrra sem gekk mjög vel fyrir sig. Sú þjóðhátíð var sú þriðja fjölmennasta frá upphafi. Ætli við séum ekki að gæla við tólf til þrettán þúsund manns í dalinn í ár,“ segir Hörður. Sunnudagsferðir á Þjóðhátíð eru nær uppseldar og því var ákveðið að bjóða í fyrsta sinn upp á laugardagsferðir. „Þú kemur með Herjólfi til Vestmannaeyja á laugardegi og ferð til baka aftur um morguninn, á sunnudagsmorguninn, með Herjólfi.“ Hrafn Guðmundsson veðurfræðingur segir veðurútlit fyrir helgina eðlilega misjafnt eftir landssvæðum. „Það eru norðlægar áttir í kortunum þannig að það verður líklega skýjað að mestu á norður- og austurlandi og kannski fremur svalt miðað við árstíma en á suður- og vesturlandi er yfirleitt nokkuð gott veður og milt, gæti náð upp í 17 18 gráður á suðurlandi ,“ segir hann. Hrafn gerir ekki ráð fyrir mikilli úrkomu. „Nema kannski helst þá á aðfararnótt laugardags eða á laugardaginn. Þá gæti komið úrkomusvæði yfir norðausturhlutann um tíma en annars tiltölulega þurrt þótt það sé skýjað.“
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira