Innlent

Segir refsiaðgerðir ólöglegar

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Sigrður Ingi segir að hótanir Evrópusambandsins um refsiaðgerðir gegn Íslendingum séu ólöglegar.
Sigrður Ingi segir að hótanir Evrópusambandsins um refsiaðgerðir gegn Íslendingum séu ólöglegar.
Sigurður Ingi Jóhansson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur kallað eftir fundi með ráðamönnum Noregs, Færeyja og Evrópusambandsins vegna makríldeilunnar. Á vefsíðunni Thefishsite.com kemur fram að Sigurður Ingi vilji leita sátta í málinu.

Beiðnin barst um miðjan júlí og vonaðist Sigurður Ingi eftir að fundurinn yrði haldin í ágúst. Nú er ljóst að fundurinn fer fram í september, vegna beiðni fleiri ríkja sem deilan snertir.

Sigurður Ingi segir á vefsíðunni að að samningaviðræður þoli enga bið eins og staðan er orðin. Hann segir að Ísland hafi leitt viðræðurnar hingað til og að gífurlega mikilvægt sé að finna lausn sem allir deiluaðilar eru sáttir við.

Sigurður Ingi segir hótanir Evrópusambandsins um refsiaðgerðir ekki gera neitt annað en að hægja á ferlinu við að finna lausn á deilunni. Þá bætir hann því við að slíkar aðgerðir séu ólöglegar. Hann segir að Íslendingar séu tilbúnir að leggja sitt að mörkum til að tryggja velferð vist og - hagkerfis landsins, sem og Norður - Atlantshafsins.


Tengdar fréttir

Þvingunaraðgerðir ESB hafa engin áhrif á sölu makríls

Löndunarbann á makríl og skyldar afurðir hefði lítil sem engin áhrif á íslensk útgerðarfyrirtæki því stærstur hluti aflans er seldur til ríkja utan Evrópusambandsins, aðallega Rússlands og Nígeríu. Í fjögur ár hefur efnislega engin framvinda orðið í makríldeilunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×