Reiknar ekki með refsiaðgerðum ESB gegn Íslandi á næstunni Heimir Már Pétursson skrifar 31. júlí 2013 18:06 Sigurður Ingi býst ekki við að ESB kynni aðgerðir gegn Íslendingum vegna makrídeilunnar fyrir fund sem íslensk stjórnvöld boðuðu til í deilunni í byrjun september næst komandi. samsett mynd Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn Færeyingum hafi ekki tekið gildi þótt greitt hafi verið fyrir því í sjávarútvegsnefnd sambandsins í dag að leggja viðskiptabann á Færeyinga. Sigurður Ingi býst ekki við að ESB kynni aðgerðir gegn Íslendingum vegna makrídeilunnar fyrir fund sem íslensk stjórnvöld boðuðu til í deilunni í byrjun september næst komandi. „Nei, við eigum ekki von á því. Okkur þætti það enn undarlegra ef menn væru að velta fyrir sér einhverjum aðgerðum gagnvart okkur í ljósi þess að við höfum boðað til samningaviðræðna og allir aðilar, þeirra á meðal Evrópusambandið, hafa þekkst það boð núna í byrjun september. Fyrir þann tíma finnst okkur það ekki bara ólíklegt heldur afar sérkennilegt ef menn gripu til einhverra aðgerða á þeim tíma,“ segir sjávarútvegsráðherra. Í boðuðum aðgerðum gegn Færeyingum er talað um innflutningsbann á síld og makríl frá Færeyjum og bann við sölu fiskiskipa, veiðarfæra og fleiru sem tengist sjávarútvegi frá Evrópusambandinu til Færeyja. Talað er um að þessar aðgerðir gætu verið fyrirmynd að aðgerðum gegn Íslendingum. „Við höfum auðvitað bent á að allt annað en gagnkvæmt löndunarbann á makríl séu ólögmætar aðgerðir. Og það er okkur mikil vonbrigði með tilliti til alþjóðlegra samskipta að það sé líklegt að menn beiti slíkum þvingunum gegn Færeyingum,“ segir Sigurður Ingi. Ráðherrann segir líka rangt að Íslendingar hafi ekkert lagt fram til lausnar deilunni. „Evrópusambandið hefur því miður ítrekað haldið fram í alþjóðafjölmiðlum að við höfum aldrei lagt neitt til. Það er kolrangt. Við höfum ítrekað lagt til að allar þjóðirnar sameinist um að stilla veiðiþunga í samræmi við ráðgjöf með því að lækka kvóta sína, sem við höfum jafnframt gert. Við höfum líka lagt fram tillögur til úrlausnar og þótt þær hafi ekki þóknast samningsaðilanum er ekki sanngjarnt að segja að við höfum ekkert lagt til viðræðna,“ segir Sigurður Ingi. Íslendingar hafi lagt áherslu á að farið væri að ráðgjöf vísindamanna í öllum samningaumleitunum. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn Færeyingum hafi ekki tekið gildi þótt greitt hafi verið fyrir því í sjávarútvegsnefnd sambandsins í dag að leggja viðskiptabann á Færeyinga. Sigurður Ingi býst ekki við að ESB kynni aðgerðir gegn Íslendingum vegna makrídeilunnar fyrir fund sem íslensk stjórnvöld boðuðu til í deilunni í byrjun september næst komandi. „Nei, við eigum ekki von á því. Okkur þætti það enn undarlegra ef menn væru að velta fyrir sér einhverjum aðgerðum gagnvart okkur í ljósi þess að við höfum boðað til samningaviðræðna og allir aðilar, þeirra á meðal Evrópusambandið, hafa þekkst það boð núna í byrjun september. Fyrir þann tíma finnst okkur það ekki bara ólíklegt heldur afar sérkennilegt ef menn gripu til einhverra aðgerða á þeim tíma,“ segir sjávarútvegsráðherra. Í boðuðum aðgerðum gegn Færeyingum er talað um innflutningsbann á síld og makríl frá Færeyjum og bann við sölu fiskiskipa, veiðarfæra og fleiru sem tengist sjávarútvegi frá Evrópusambandinu til Færeyja. Talað er um að þessar aðgerðir gætu verið fyrirmynd að aðgerðum gegn Íslendingum. „Við höfum auðvitað bent á að allt annað en gagnkvæmt löndunarbann á makríl séu ólögmætar aðgerðir. Og það er okkur mikil vonbrigði með tilliti til alþjóðlegra samskipta að það sé líklegt að menn beiti slíkum þvingunum gegn Færeyingum,“ segir Sigurður Ingi. Ráðherrann segir líka rangt að Íslendingar hafi ekkert lagt fram til lausnar deilunni. „Evrópusambandið hefur því miður ítrekað haldið fram í alþjóðafjölmiðlum að við höfum aldrei lagt neitt til. Það er kolrangt. Við höfum ítrekað lagt til að allar þjóðirnar sameinist um að stilla veiðiþunga í samræmi við ráðgjöf með því að lækka kvóta sína, sem við höfum jafnframt gert. Við höfum líka lagt fram tillögur til úrlausnar og þótt þær hafi ekki þóknast samningsaðilanum er ekki sanngjarnt að segja að við höfum ekkert lagt til viðræðna,“ segir Sigurður Ingi. Íslendingar hafi lagt áherslu á að farið væri að ráðgjöf vísindamanna í öllum samningaumleitunum.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira