Lögreglan hringir út menn í sumarfríum Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 1. ágúst 2013 07:00 Theodór Þórðarson yfirlögregluþjónn. Til eru margar lögregluhúfur á lögreglustöðinni í Borgarnesi en það vantar höfuðin til að fylla þær. Jón Sigurður Mannekla hjá lögreglunni á Selfossi og í Borgarnesi er farin að setja mark sitt á löggæsluna á svæðunum. Á báðum svæðunum verða lögregluþjónar að forgangsraða. „Það geta liðið klukkustundir áður en við komumst á vettvang þar sem tilkynnt er um innbrot og stundum eru slík tilfelli látin bíða til næsta dags,“ segir Frímann Baldursson, varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi. Theodór Þórðarson, yfirlögregluþjónn í Borgarnesi, segir löggæsluna í sínu umdæmi mun slakari en metnaður hans manna standi til. Hann segir ástandið brothætt. „Við erum að skrölta þetta á einum lögreglubíl meðan við ættum að hafa þrjá,“ segir hann. Þar að auki er oft einn lögregluþjónn á kvöldvöktum. „Það er talsvert á þann lögreglumann lagt í átta þúsund ferkílómetra umdæmi og með hundrað kílómetra af þjóðvegi eitt,“ segir Theodór. Hann segir það einnig leiðinlegt hlutskipti að þurfa að kalla á lögreglumenn úr fríum til að hlaupa undir bagga. „Við gerum það náttúrulega ekki að gamni okkar að kalla menn úr fríum. Við leitum ýmissa leiða áður, en þó er þetta nokkuð sem við þurfum að búa við þar sem við höfum ekki fengið að ráða afleysingamenn núna fjórða sumarið í röð,“ segir hann. Þar að auki segir hann að lögregluembættið hafi ætlað að leita í veikindasjóð til að taka á málum þegar veikindi bar að í röðum lögreglumanna en þá var ráðuneytið búið að ráðstafa þeim sjóði til annarra nota. „Ég held að þetta sé ekki lögbundið af hafa þennan sjóð en áður var það svo að hægt var að leita í hann,“ bætir hann við. Hann segir enn fremur að þeir sem leiti til lögreglunnar hafi sýnt þessu mikinn skilning. „Fólk veit bara hvernig þetta er. En svo eru það hinir kúnnarnir okkar sem kvarta náttúrulega aldrei. Þá á ég við þá sem eru að keyra ölvaðir eða undir áhrifum annarra vímuefna, þeir kvarta náttúrulega ekkert þótt við höfum ekki uppi á þeim. En viljum við hafa það svoleiðis?“ Sjö fastráðnir lögregluþjónar starfa í Borgarnesi en voru níu fyrir tveimur árum. „En við höfum farið þetta langt á jákvæðninni, þetta er bara harðduglegt fólk hérna,“ segir Theodór. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Mannekla hjá lögreglunni á Selfossi og í Borgarnesi er farin að setja mark sitt á löggæsluna á svæðunum. Á báðum svæðunum verða lögregluþjónar að forgangsraða. „Það geta liðið klukkustundir áður en við komumst á vettvang þar sem tilkynnt er um innbrot og stundum eru slík tilfelli látin bíða til næsta dags,“ segir Frímann Baldursson, varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi. Theodór Þórðarson, yfirlögregluþjónn í Borgarnesi, segir löggæsluna í sínu umdæmi mun slakari en metnaður hans manna standi til. Hann segir ástandið brothætt. „Við erum að skrölta þetta á einum lögreglubíl meðan við ættum að hafa þrjá,“ segir hann. Þar að auki er oft einn lögregluþjónn á kvöldvöktum. „Það er talsvert á þann lögreglumann lagt í átta þúsund ferkílómetra umdæmi og með hundrað kílómetra af þjóðvegi eitt,“ segir Theodór. Hann segir það einnig leiðinlegt hlutskipti að þurfa að kalla á lögreglumenn úr fríum til að hlaupa undir bagga. „Við gerum það náttúrulega ekki að gamni okkar að kalla menn úr fríum. Við leitum ýmissa leiða áður, en þó er þetta nokkuð sem við þurfum að búa við þar sem við höfum ekki fengið að ráða afleysingamenn núna fjórða sumarið í röð,“ segir hann. Þar að auki segir hann að lögregluembættið hafi ætlað að leita í veikindasjóð til að taka á málum þegar veikindi bar að í röðum lögreglumanna en þá var ráðuneytið búið að ráðstafa þeim sjóði til annarra nota. „Ég held að þetta sé ekki lögbundið af hafa þennan sjóð en áður var það svo að hægt var að leita í hann,“ bætir hann við. Hann segir enn fremur að þeir sem leiti til lögreglunnar hafi sýnt þessu mikinn skilning. „Fólk veit bara hvernig þetta er. En svo eru það hinir kúnnarnir okkar sem kvarta náttúrulega aldrei. Þá á ég við þá sem eru að keyra ölvaðir eða undir áhrifum annarra vímuefna, þeir kvarta náttúrulega ekkert þótt við höfum ekki uppi á þeim. En viljum við hafa það svoleiðis?“ Sjö fastráðnir lögregluþjónar starfa í Borgarnesi en voru níu fyrir tveimur árum. „En við höfum farið þetta langt á jákvæðninni, þetta er bara harðduglegt fólk hérna,“ segir Theodór.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira