Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - FH 0-4 Árni Jóhannsson á Nettóvellinum skrifar 20. júlí 2013 15:15 Keflvíkingar tóku á móti liði FH í dag í Pepsi-deild karla þar sem piltarnir úr Kaplakrikanum spiluðu eins og þeir sem valdið hafa. Hafnfirðingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru eftir sex mínútur búnir að ná sér í þrjár hornspyrnur og eiga þrjú skot að marki heimamanna. Tíu mínútum síðar, á 15. mínútu, skilaði pressa FH-inga sér þegar Guðmann Þórisson skoraði mark eftir enn eina hornspyrnu gestanna. Ingimundur Níels Óskarsson tók hornspyrnuna og sendi boltann inn á miðjan teig Keflvíkinga þar sem Guðmann var mættur og stýrði boltanum með sólanum í markhornið framhjá markverði heimamanna. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks náðu Keflvíkingar aðeins að hressa upp á spilið sitt en gestirnir héldu um taumana án þess þó að bæta við fleiri mörkum og var staðan því 0-1 FH í vil þegar gengið var til búningsklefa. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri, það er að segja FH-ingar voru með öll völd á vellinum og eftir einungis fjögurra mínútna leik var Björn Daníel Sverrisson búinn að tvöfalda forystu gestanna. Aftur kom markið eftir hornspyrnu en nú var það Sam Tillen sem spyrnti boltanum inn á miðjan teig og Björn kastaði sér fram af miklu harðfylgi og skallaði boltann í net heimamanna. Atli Viðar Björnsson sá síðan um að gulltryggja sigur FH þegar hann bætti við tveimur mörkum með tíu mínútna millibili. Fyrst á 62. mínútu eftir stungusendingu frá Ingimundi Níels og síðan á 72. mínútu þegar Ólafur Páll Snorrason komst upp að endamörkum heimamanna og renndi boltanum út í teig. Þar kom Atli Viðar aðvífandi og þrumaði boltanum í slánna og inn. Sigur gestanna var sanngjarn en leikur Keflvíkinga var ekki mikið fyrir augað og geta þeir verið ánægðir með að fá ekki á sig fleiri mörk en þau fjögur sem FH skoraði í dag. Með sigrinum lyftu FH-ingar sér upp á topp deildarinnar en Keflvíkingar eru enn í níunda sæti deildarinnar. Heimir Guðjónsson: Okkur líður best á toppnum„Ég er mjög ánægður með dagsverkið, við byrjuðum leikinn vel og höfðum góð tök á honum. Það voru bara 10-15 mínútur í seinni hálfleik sem mér fannst við detta aðeins niður, annars var þetta sanngjarn sigur og flottur leikur hjá FH liðinu“, sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH þegar hann var spurður um leik sinna manna við Keflavík í dag. Heimir sagðist hafa átt von á meiri mótspyrnu frá Keflvíkingum í dag „Ég átti von á meiri mótspyrnu en þegar við komumst í 1-0 þá fannst mér við ná öllum tökum á leiknum“ og bætti við að það hafði verið gott að geta tekið Atla Guðnason, Björn Daníel Sverrisson og Kristján Gauta Emilsson af velli og hvílt þá fyrir komandi Evrópuleik á móti FC Ekranas frá Litháen. „Okkur líður alltaf best á toppnum og við töluðum um það fyrir leikinn að við vildum fara þangað og gerðum það“, bætti Heimir við um stöðuna í deildinni en FH situr á toppi deildarinnar með 26 stig. Kristján Guðmundsson: Vorum of ragir í byrjunÞegar Kristján Guðmundsson var spurður að því hvar munurinn á liðunum lá sagði hann: „FH spilaði mjög góðann leik og við spiluðum mjög slakann leik. Við fáum náttúrulega á okkur fyrstu tvö mörkin úr horni og það er óþolandi.“ „Það er ágætt að við sköpum okkur einhver færi en boltinn vildi ekki inn. Byrjunin hjá okkur var ekki nógu góð, við bökkuðum alltof langt aftur“, sagði Kristján um færin sem Keflavík sköpuðu sér í stöðunni 0-1. Um fimm manna vörn heimamanna hafði Kristján þetta að segja: „Það voru ákveðin atriði sem við vorum að reyna með varnarlínunni, aðeins að fá menn til að hugsa á æfingum og að fá hávaxnari menn fyrir framan Bergstein í markinu. Þið sáuð hvernig FH-ingarnir stilltu upp í öllum hornum með því að hrúga mönnum á markvörðinn og það var ein af hugsununum en við vorum bara of ragir í byrjun. Við fáum á okkur þrjú horn á fyrstu mínútunum og þeir skora mark úr einu þeirra.“ Um leikmannamarkaðinn sagði Kristján að Keflvíkingar myndu reyna að sækja leikmenn ásamt þeim leikmönnum sem komnir væru nú þegar. Þar átti hann við Daníel Gylfason og markvörðinn Aron Elís Árnason. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
Keflvíkingar tóku á móti liði FH í dag í Pepsi-deild karla þar sem piltarnir úr Kaplakrikanum spiluðu eins og þeir sem valdið hafa. Hafnfirðingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru eftir sex mínútur búnir að ná sér í þrjár hornspyrnur og eiga þrjú skot að marki heimamanna. Tíu mínútum síðar, á 15. mínútu, skilaði pressa FH-inga sér þegar Guðmann Þórisson skoraði mark eftir enn eina hornspyrnu gestanna. Ingimundur Níels Óskarsson tók hornspyrnuna og sendi boltann inn á miðjan teig Keflvíkinga þar sem Guðmann var mættur og stýrði boltanum með sólanum í markhornið framhjá markverði heimamanna. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks náðu Keflvíkingar aðeins að hressa upp á spilið sitt en gestirnir héldu um taumana án þess þó að bæta við fleiri mörkum og var staðan því 0-1 FH í vil þegar gengið var til búningsklefa. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri, það er að segja FH-ingar voru með öll völd á vellinum og eftir einungis fjögurra mínútna leik var Björn Daníel Sverrisson búinn að tvöfalda forystu gestanna. Aftur kom markið eftir hornspyrnu en nú var það Sam Tillen sem spyrnti boltanum inn á miðjan teig og Björn kastaði sér fram af miklu harðfylgi og skallaði boltann í net heimamanna. Atli Viðar Björnsson sá síðan um að gulltryggja sigur FH þegar hann bætti við tveimur mörkum með tíu mínútna millibili. Fyrst á 62. mínútu eftir stungusendingu frá Ingimundi Níels og síðan á 72. mínútu þegar Ólafur Páll Snorrason komst upp að endamörkum heimamanna og renndi boltanum út í teig. Þar kom Atli Viðar aðvífandi og þrumaði boltanum í slánna og inn. Sigur gestanna var sanngjarn en leikur Keflvíkinga var ekki mikið fyrir augað og geta þeir verið ánægðir með að fá ekki á sig fleiri mörk en þau fjögur sem FH skoraði í dag. Með sigrinum lyftu FH-ingar sér upp á topp deildarinnar en Keflvíkingar eru enn í níunda sæti deildarinnar. Heimir Guðjónsson: Okkur líður best á toppnum„Ég er mjög ánægður með dagsverkið, við byrjuðum leikinn vel og höfðum góð tök á honum. Það voru bara 10-15 mínútur í seinni hálfleik sem mér fannst við detta aðeins niður, annars var þetta sanngjarn sigur og flottur leikur hjá FH liðinu“, sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH þegar hann var spurður um leik sinna manna við Keflavík í dag. Heimir sagðist hafa átt von á meiri mótspyrnu frá Keflvíkingum í dag „Ég átti von á meiri mótspyrnu en þegar við komumst í 1-0 þá fannst mér við ná öllum tökum á leiknum“ og bætti við að það hafði verið gott að geta tekið Atla Guðnason, Björn Daníel Sverrisson og Kristján Gauta Emilsson af velli og hvílt þá fyrir komandi Evrópuleik á móti FC Ekranas frá Litháen. „Okkur líður alltaf best á toppnum og við töluðum um það fyrir leikinn að við vildum fara þangað og gerðum það“, bætti Heimir við um stöðuna í deildinni en FH situr á toppi deildarinnar með 26 stig. Kristján Guðmundsson: Vorum of ragir í byrjunÞegar Kristján Guðmundsson var spurður að því hvar munurinn á liðunum lá sagði hann: „FH spilaði mjög góðann leik og við spiluðum mjög slakann leik. Við fáum náttúrulega á okkur fyrstu tvö mörkin úr horni og það er óþolandi.“ „Það er ágætt að við sköpum okkur einhver færi en boltinn vildi ekki inn. Byrjunin hjá okkur var ekki nógu góð, við bökkuðum alltof langt aftur“, sagði Kristján um færin sem Keflavík sköpuðu sér í stöðunni 0-1. Um fimm manna vörn heimamanna hafði Kristján þetta að segja: „Það voru ákveðin atriði sem við vorum að reyna með varnarlínunni, aðeins að fá menn til að hugsa á æfingum og að fá hávaxnari menn fyrir framan Bergstein í markinu. Þið sáuð hvernig FH-ingarnir stilltu upp í öllum hornum með því að hrúga mönnum á markvörðinn og það var ein af hugsununum en við vorum bara of ragir í byrjun. Við fáum á okkur þrjú horn á fyrstu mínútunum og þeir skora mark úr einu þeirra.“ Um leikmannamarkaðinn sagði Kristján að Keflvíkingar myndu reyna að sækja leikmenn ásamt þeim leikmönnum sem komnir væru nú þegar. Þar átti hann við Daníel Gylfason og markvörðinn Aron Elís Árnason.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira