Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 1-3 | Árbæingar úr botnsætinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. júlí 2013 12:52 Fylkismenn fóru á kostum þegar þeir skelltu Valsmönnum 3-1 á Hlíðarenda í 12. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Ásgeir Börkur Ásgeirsson fór fyrir liði gestanna í sínum fyrsta leik eftir heimkomuna frá Noregi. Eftir jafnar upphafsmínútur tóku Árbæingar völdin. Ásgeir Börkur fór fyrir liðinu í baráttu en aðrir leikmenn liðsins sýndu lipra takta og buðu á tíðum upp á frábæran fótbolta. Viðar Örn Kjartansson náði forystunni fyrir Fylkismenn um miðjan fyrri hálfleikinn. Viðar kláraði færi sitt vel eftir undirbúning Elís Rafns. Þeir félagar áttu eftir að taka höndum saman oftar í leiknum. Stundarfjórðungi síðar kom rothöggið sem Valsmenn jöfnuðu sig aldrei á. Saklaus sending frá Oddi Inga Guðmundssyni virtist fara í gegnum Matarr Jobe og Andrés Már Jóhannesson þakkaði pent fyrir sig. Forysta Fylkis tvö mörk í hálfleik og aðeins eitt lið á vellinum og einnig í stúkunni. Stuðningsmenn Árbæjarliðsins hafa ekki haft mjög tilefni til að brosa í sumar en í kvöld var gaman að vera Fylkismaður. Viðar Örn fékk dauðafæri áður en hann innsiglaði sigur Fylkis á 59. mínútu eftir undirbúning Elísar Rafns. Enn svaf vörn Valsmanna á verðinum en andartökum áður hafði Magnús Gylfason gert tvöfalda skiptingu til að hafa áhrif á gang leiksins. Annar varamannanna, Indriði Áki Þorláksson, minnkaði muninn eftir fallega sendingu Kristins Freys á 83. mínútu. Fylkismenn voru ósáttir enda virtust þeir eiga að fá aukaspyrnu í aðdraganda marksins. Markið skipti þó engu máli hvað fögnuð Árbæinga tíu mínútum síðar snerti. Árbæingar hlupu til stuðningsmanna sem sungu og trölluðu. Þrjú stig í húsi og flugferð úr tólfta sæti deildarinnar upp í það níunda staðreynd. Innkoma Ásgeirs Barkar hafði mikið að segja en einnig var fróðlegt að fylgjast með Agnari Braga Magnússyni í hlutverki fremsta miðjumanns. Agnar Bragi vann hvern skallaboltann á fætur öðrum og varnarmaðurinn lék á alls oddi framar á vellinum en vanalega. Agnar Bragi hefur átt við meiðsli að stríða í langan tíma og endurkoma hans kærkomin. Valsmenn sáu aldrei til sólar og þurfa að fara í alvarlega naflaskoðun eftir tvo slaka leiki í röð. Hafa verður í huga að lykilmenn liðsins á miðjunni eiga við meiðsli að stríða sem hjálpar þeim ekki. Rúnar Már Sigurjónsson verður frá keppni í nokkrar vikur til viðbótar en auk þeirra eru Haukur Páll Sigurðsson og Iain Williamson að jafna sig á meiðslum. Englendingurinn Daniel Racchi komst aldrei í takt við leikinn frekar en flestir Valsmenn. Ásmundur Arnars: Beðið eftir að liðið springi út„Loksins, loksins, loksins. Það var virkilega gaman að fara inn í klefa í dag. Þetta var frábær dagur,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis. Hann sagðist hafa verið að bíða eftir spilamennsku sem þessari í allt sumar, að liðið springi út. „Við fáum Ásgeir Börk heim og það kemur góð stemmning í kringum hann og mikil vinnsla. Við höfum spilað vel á köflum í sumar en vantað herslumun til að klára dæmið. Hann kom í dag og við hefðum getað unnið stærra ef eitthvað var,“ sagði Ásmundur. Ýmislegt hefur gengið á hjá Fylki í sumar og spurning hvort farið hafi um Ásmund þegar Valsarar minnkuðu muninn. „Kannski eitthvað smá en samt ekki. Mér fannst við vera með þetta allan tímann. Það fór meira um mig þegar Ásgeir Börkur lenti á hnénu hérna. Að öðru leyti leið mér þokkaleg vel í leiknum,“ sagði Ásmundur. Hann vonast eftir því að seinni hluti Íslandsmótsins verði betri hjá Fylkismönnum en sá fyrri. Magnús Gylfa: Í fyrsta skipti lélegra liðið í sumar„Leikur okkar var ekki nógu góður. Við vorum lélegir og töpuðum sannfærandi,“ sagði Magnús Gylfason þjálfari Valsmanna. Hann sagði að erfitt hefði verið að finna lausnir eftir 0-0 jafntefli gegn Víkingi frá Ólafsvík í síðustu umferð. „Já, sérstaklega þegar menn voru að tínast útaf alveg fram á síðustu mínútu. Við áttum von á því að Haukur yrði búinn að jafna sig og jafnvel Williamson. Það er auðvitað skarð fyrir skildi að öll miðjan er farin.“ Magnús sagði sína menn hafa byrjað ágætlega í leiknum, haldið boltanum innan liðsins og verið klárir á flestum sviðum. „Svo kom fyrsta markið og þá virtust menn hreinlega gefast upp, eða gefa eftir, og gáfu fleiri mörk. Þá fór þetta versnandi,“ sagði Magnús. Aðspurður um frammistöðu nýja leikmanns Vals, Daniel Racchi, sagðist Magnús ekki vilja tjá sig um einstaka leikmenn. „Mér er alveg sama hvort einn sé góður og annar ekki. Liðið þarf að vinna leiki,“ sagði Magnús. Sömuleiðis vildi hann lítið ræða um Ný-Sjálendinginn sem liðið samdi við á dögunum en yfirgaf landið skömmu eftir komuna til landsins. „Ég hef minnstar áhyggjur af því núna. Engar eiginlega,“ sagði Magnús. Hann segir lítið að frétta í framherjaleitinni en hún standi vissulega yfir. Hann segir Valsara þurfa að taka fyrsta tapinu á heimavelli eins og menn. „Heilt yfir vil ég meina að þetta sé fyrsti leikurinn í sumar sem við erum lélegra liðið. Þetta hefur verið kaflaskipt en ég held að þessi leikur verði að dæma sig sjálfur. Við verðum að láta okkur þetta að kenningu verða.“ Magnús reiknar með fjarveru Rúnars Más Sigurjónssonar í mánuð að minnsta kosti vegna tognunar aftan í læri. Ásgeir Börkur: Gæjarnir á miðjunni voru frábærirÁsgeir Börkur Ásgeirsson fór á kostum í liði Fylkis í kvöld. Hann sagði sigur sinna manna verðskuldaðan. „Gæðin voru til staðar í dag sem og sjálfstraustið. Mér fannst Valsmenn aldrei komast nálægt okkur. Við vorum betra liðið hvað svo sem veldur því. Þetta bara kom í dag,“ sagði Ásgeir Börkur. Hann vann fjölmarga bolta á miðjunni og fór fyrir liðinu í baráttu. „Þetta er mitt hlutverk í liðinu og ég sinni því eins vel og ég get. Það heppnaðist vel í dag,“ sagði Börkur. Hann segir mikil gæði í Fylkisliðinu. „Það eru bæði efnilegir og góðir leikmenn í liðinu. Það var bara tímaspursmál hvenær við myndum ná að draga allt þetta fram og ná þremur stigum,“ sagði Ásgeir Börkur. Hann vildi ekki setja jafnaðarmerki á milli heimkomu sinnar og frábærs leiks Fylkis í kvöld. „Liðið spilaði bara vel og gæjarnir með mér á miðjunni voru frábærir. Ég var enginn vendipunktur. Þetta kom bara í dag og það var liðsheildinni að þakka.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Fylkismenn fóru á kostum þegar þeir skelltu Valsmönnum 3-1 á Hlíðarenda í 12. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Ásgeir Börkur Ásgeirsson fór fyrir liði gestanna í sínum fyrsta leik eftir heimkomuna frá Noregi. Eftir jafnar upphafsmínútur tóku Árbæingar völdin. Ásgeir Börkur fór fyrir liðinu í baráttu en aðrir leikmenn liðsins sýndu lipra takta og buðu á tíðum upp á frábæran fótbolta. Viðar Örn Kjartansson náði forystunni fyrir Fylkismenn um miðjan fyrri hálfleikinn. Viðar kláraði færi sitt vel eftir undirbúning Elís Rafns. Þeir félagar áttu eftir að taka höndum saman oftar í leiknum. Stundarfjórðungi síðar kom rothöggið sem Valsmenn jöfnuðu sig aldrei á. Saklaus sending frá Oddi Inga Guðmundssyni virtist fara í gegnum Matarr Jobe og Andrés Már Jóhannesson þakkaði pent fyrir sig. Forysta Fylkis tvö mörk í hálfleik og aðeins eitt lið á vellinum og einnig í stúkunni. Stuðningsmenn Árbæjarliðsins hafa ekki haft mjög tilefni til að brosa í sumar en í kvöld var gaman að vera Fylkismaður. Viðar Örn fékk dauðafæri áður en hann innsiglaði sigur Fylkis á 59. mínútu eftir undirbúning Elísar Rafns. Enn svaf vörn Valsmanna á verðinum en andartökum áður hafði Magnús Gylfason gert tvöfalda skiptingu til að hafa áhrif á gang leiksins. Annar varamannanna, Indriði Áki Þorláksson, minnkaði muninn eftir fallega sendingu Kristins Freys á 83. mínútu. Fylkismenn voru ósáttir enda virtust þeir eiga að fá aukaspyrnu í aðdraganda marksins. Markið skipti þó engu máli hvað fögnuð Árbæinga tíu mínútum síðar snerti. Árbæingar hlupu til stuðningsmanna sem sungu og trölluðu. Þrjú stig í húsi og flugferð úr tólfta sæti deildarinnar upp í það níunda staðreynd. Innkoma Ásgeirs Barkar hafði mikið að segja en einnig var fróðlegt að fylgjast með Agnari Braga Magnússyni í hlutverki fremsta miðjumanns. Agnar Bragi vann hvern skallaboltann á fætur öðrum og varnarmaðurinn lék á alls oddi framar á vellinum en vanalega. Agnar Bragi hefur átt við meiðsli að stríða í langan tíma og endurkoma hans kærkomin. Valsmenn sáu aldrei til sólar og þurfa að fara í alvarlega naflaskoðun eftir tvo slaka leiki í röð. Hafa verður í huga að lykilmenn liðsins á miðjunni eiga við meiðsli að stríða sem hjálpar þeim ekki. Rúnar Már Sigurjónsson verður frá keppni í nokkrar vikur til viðbótar en auk þeirra eru Haukur Páll Sigurðsson og Iain Williamson að jafna sig á meiðslum. Englendingurinn Daniel Racchi komst aldrei í takt við leikinn frekar en flestir Valsmenn. Ásmundur Arnars: Beðið eftir að liðið springi út„Loksins, loksins, loksins. Það var virkilega gaman að fara inn í klefa í dag. Þetta var frábær dagur,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis. Hann sagðist hafa verið að bíða eftir spilamennsku sem þessari í allt sumar, að liðið springi út. „Við fáum Ásgeir Börk heim og það kemur góð stemmning í kringum hann og mikil vinnsla. Við höfum spilað vel á köflum í sumar en vantað herslumun til að klára dæmið. Hann kom í dag og við hefðum getað unnið stærra ef eitthvað var,“ sagði Ásmundur. Ýmislegt hefur gengið á hjá Fylki í sumar og spurning hvort farið hafi um Ásmund þegar Valsarar minnkuðu muninn. „Kannski eitthvað smá en samt ekki. Mér fannst við vera með þetta allan tímann. Það fór meira um mig þegar Ásgeir Börkur lenti á hnénu hérna. Að öðru leyti leið mér þokkaleg vel í leiknum,“ sagði Ásmundur. Hann vonast eftir því að seinni hluti Íslandsmótsins verði betri hjá Fylkismönnum en sá fyrri. Magnús Gylfa: Í fyrsta skipti lélegra liðið í sumar„Leikur okkar var ekki nógu góður. Við vorum lélegir og töpuðum sannfærandi,“ sagði Magnús Gylfason þjálfari Valsmanna. Hann sagði að erfitt hefði verið að finna lausnir eftir 0-0 jafntefli gegn Víkingi frá Ólafsvík í síðustu umferð. „Já, sérstaklega þegar menn voru að tínast útaf alveg fram á síðustu mínútu. Við áttum von á því að Haukur yrði búinn að jafna sig og jafnvel Williamson. Það er auðvitað skarð fyrir skildi að öll miðjan er farin.“ Magnús sagði sína menn hafa byrjað ágætlega í leiknum, haldið boltanum innan liðsins og verið klárir á flestum sviðum. „Svo kom fyrsta markið og þá virtust menn hreinlega gefast upp, eða gefa eftir, og gáfu fleiri mörk. Þá fór þetta versnandi,“ sagði Magnús. Aðspurður um frammistöðu nýja leikmanns Vals, Daniel Racchi, sagðist Magnús ekki vilja tjá sig um einstaka leikmenn. „Mér er alveg sama hvort einn sé góður og annar ekki. Liðið þarf að vinna leiki,“ sagði Magnús. Sömuleiðis vildi hann lítið ræða um Ný-Sjálendinginn sem liðið samdi við á dögunum en yfirgaf landið skömmu eftir komuna til landsins. „Ég hef minnstar áhyggjur af því núna. Engar eiginlega,“ sagði Magnús. Hann segir lítið að frétta í framherjaleitinni en hún standi vissulega yfir. Hann segir Valsara þurfa að taka fyrsta tapinu á heimavelli eins og menn. „Heilt yfir vil ég meina að þetta sé fyrsti leikurinn í sumar sem við erum lélegra liðið. Þetta hefur verið kaflaskipt en ég held að þessi leikur verði að dæma sig sjálfur. Við verðum að láta okkur þetta að kenningu verða.“ Magnús reiknar með fjarveru Rúnars Más Sigurjónssonar í mánuð að minnsta kosti vegna tognunar aftan í læri. Ásgeir Börkur: Gæjarnir á miðjunni voru frábærirÁsgeir Börkur Ásgeirsson fór á kostum í liði Fylkis í kvöld. Hann sagði sigur sinna manna verðskuldaðan. „Gæðin voru til staðar í dag sem og sjálfstraustið. Mér fannst Valsmenn aldrei komast nálægt okkur. Við vorum betra liðið hvað svo sem veldur því. Þetta bara kom í dag,“ sagði Ásgeir Börkur. Hann vann fjölmarga bolta á miðjunni og fór fyrir liðinu í baráttu. „Þetta er mitt hlutverk í liðinu og ég sinni því eins vel og ég get. Það heppnaðist vel í dag,“ sagði Börkur. Hann segir mikil gæði í Fylkisliðinu. „Það eru bæði efnilegir og góðir leikmenn í liðinu. Það var bara tímaspursmál hvenær við myndum ná að draga allt þetta fram og ná þremur stigum,“ sagði Ásgeir Börkur. Hann vildi ekki setja jafnaðarmerki á milli heimkomu sinnar og frábærs leiks Fylkis í kvöld. „Liðið spilaði bara vel og gæjarnir með mér á miðjunni voru frábærir. Ég var enginn vendipunktur. Þetta kom bara í dag og það var liðsheildinni að þakka.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti