Innlent

Útskrifuð af spítala eftir árekstur

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konuna á slysstað.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konuna á slysstað. mynd/vilhelm
Konan sem slasaðist alvarlega þegar jeppi og stór fólksbifreið skullu saman í austan við Jökulsárlón á miðvikudag hefur verið útskrifuð af gjörgæsludeild og er sögð á batavegi.

Samtals voru tólf manns í bílunum, þar af sex börn, en þau sluppu vel að sögn lögreglu. Klippa þurfti konuna út úr bílnum og var hún í framhaldi af því flutt af slysstað með þyrlu Landhelgisgæslunnar og farið með hana á bráðamóttöku.

Aðrir farþegar voru fluttir til skoðunar á heilsugæslustöðina á Höfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×