Íslenski boltinn

Nýsjálendingurinn kom og fór

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ekkert verður af því að nýsjálenski landsliðsmaðurinn Ian Campbell Högg muni spila með Val í Pepsi-deild karla nú í sumar.

Hogg fékk leikheimild með Val í síðustu viku. Hann kom til landsins en fór svo aftur stuttu síðar.

„Hann kom og við skoðuðum hann og hann er farinn,“ sagði Magnús Gylfason við fjölmiðla eftir 3-1 tap Val gegn Fylki í gær. Fótbolti.net greinir frá þessu.

Hogg er 23 ára gamall og var á sínum tíma samningsbundinn liði í bandarísku MLS-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×