Þurftu að grafa sig eftir flugritunum Boði Logason skrifar 22. júlí 2013 11:55 Vélin er enn við flugbrautina á Keflavíkurflugvelli. Rannsóknarteymi náði flugritunum úr rússnesku þotunni, sem brotlenti á Keflavíkurflugvell í gærmorgun, seint í gærkvöldi og verða þeir skoðaðir á næstu dögum. Áhöfn flugvélarinnar hefur verið yfirheyrð með aðstoð túlks. Óhappið varð á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun þegar að hjól á rússneskri þotu fóru ekki niður við lendingu. Flugstjóri vélarinnar greip því til þess ráðs að magalenda henni og rann hún til á brautinni. Fimm voru um borð í vélinni og var einn af þeim fluttur á slysadeild með brotinn ökla. Vélin var hér á landi við flugprófanir. Ragnar Guðmundsson, stjórnandi rannsóknarinnar, segir að áhöfnin hafi verið yfirheyrð í gær. „Rannsóknin hefur gengið ágætlega, henni miðaði reyndar nokkuð hægt í gær einfaldlega af þeim sökum að við þurftum túlk til aðstoðar áður en við tókum viðtöl við áhöfnina," segir hann. Þá hefur íslenska rannsóknarteymið komist yfir flugrita vélarinnar. „Við erum búnir að fjarlægja flugritana, bæði hljóðritun og ferðaritana, úr vélinni. Það var töluvert mál að gera það vegna þess að það þurfti að komast undir vélina, það er lúga aftarlega undir vélinni, þar sem hún lá ekki á hjólastellinu þá þurfti að grafa undan vélinni til að komast í þessa lúgu. Það náðist seint í gærdag og eru þeir nú í vörslu rannsóknarnefndarinnar. Það stendur til að senda þá í aflestur, við vitum ekki enn sem komið er hvert - það verður tekin ákvörðun um það í dag," segir Ragnar. Þotan, sem er af gerðinni Sukhoi SuperJet-100, er enn fyrir utan flugbrautina þar sem hún stöðvaðist. „Vélin er talsvert mikið skemmd, það á eftir að lyfta vélinni, þannig við vitum ekki nákvæmlega hvernig skemmdirnar eru undir henni. Það eru miklar skemmdir á hreyflum og af því sem er að sjá einnig undir henni,“ segir hann. „Það munu koma rannsóknaraðilar frá Rússlandi seint í kvöld til Íslands, og þá verður tekin ákvörðun um framhaldið.“ Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira
Rannsóknarteymi náði flugritunum úr rússnesku þotunni, sem brotlenti á Keflavíkurflugvell í gærmorgun, seint í gærkvöldi og verða þeir skoðaðir á næstu dögum. Áhöfn flugvélarinnar hefur verið yfirheyrð með aðstoð túlks. Óhappið varð á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun þegar að hjól á rússneskri þotu fóru ekki niður við lendingu. Flugstjóri vélarinnar greip því til þess ráðs að magalenda henni og rann hún til á brautinni. Fimm voru um borð í vélinni og var einn af þeim fluttur á slysadeild með brotinn ökla. Vélin var hér á landi við flugprófanir. Ragnar Guðmundsson, stjórnandi rannsóknarinnar, segir að áhöfnin hafi verið yfirheyrð í gær. „Rannsóknin hefur gengið ágætlega, henni miðaði reyndar nokkuð hægt í gær einfaldlega af þeim sökum að við þurftum túlk til aðstoðar áður en við tókum viðtöl við áhöfnina," segir hann. Þá hefur íslenska rannsóknarteymið komist yfir flugrita vélarinnar. „Við erum búnir að fjarlægja flugritana, bæði hljóðritun og ferðaritana, úr vélinni. Það var töluvert mál að gera það vegna þess að það þurfti að komast undir vélina, það er lúga aftarlega undir vélinni, þar sem hún lá ekki á hjólastellinu þá þurfti að grafa undan vélinni til að komast í þessa lúgu. Það náðist seint í gærdag og eru þeir nú í vörslu rannsóknarnefndarinnar. Það stendur til að senda þá í aflestur, við vitum ekki enn sem komið er hvert - það verður tekin ákvörðun um það í dag," segir Ragnar. Þotan, sem er af gerðinni Sukhoi SuperJet-100, er enn fyrir utan flugbrautina þar sem hún stöðvaðist. „Vélin er talsvert mikið skemmd, það á eftir að lyfta vélinni, þannig við vitum ekki nákvæmlega hvernig skemmdirnar eru undir henni. Það eru miklar skemmdir á hreyflum og af því sem er að sjá einnig undir henni,“ segir hann. „Það munu koma rannsóknaraðilar frá Rússlandi seint í kvöld til Íslands, og þá verður tekin ákvörðun um framhaldið.“
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira