Innlent

Drottning úthafanna komin til landsins

Kristján Hjálmarsson skrifar
Drottningin komin til landsins.
Drottningin komin til landsins. Mynd/Pjetur
Drottning úthafanna, skemmtiferðaskipið Queen Elizabeth, lagðist að bryggju við Reykjavíkurhöfn í morgun. Hún mun hafa viðkomu á Akureyri, Ísafirði og í Reykjavík en skipið þykir allt hið glæsilegasta.

Þetta er í fyrsta skipti sem hin nýja Queen Elizabeth siglir til Íslands en skipið var smíðað árið 2010 og leysir af eldra skip. Elísabet Englandsdrottning gaf skipinu nafn við virðulega athöfn árið 2010.

Skipið er 92 þúsund tonn og tekur rúmlega tvö þúsund farþega. Í skipinu er meðal annars konunglegur danssalur, tennisvellir, sundlaugar, líkamsræktarstöð, heilsulind og fjöldi verslana.

Þá er einnig fjöldi glæsilegra veitingastaða um borð í skipinu og það er því sannarlega hægt að njóta lífsins um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×