Ferðamenn verða bakveikir eftir bíltúr Boði Logason skrifar 22. júlí 2013 14:21 Vegurinn sem um ræðir liggur austan megin frá Dettifossi að Ásbyrgi. Ferðamenn sem eiga leið um veginn, sem liggur austan megin frá Dettifossi að Ásbyrgi, fá illt í bakið og bryðja verkjatöflur til að lina þjáningar sínar. Laga verður veginn sem fyrst, segir leiðsögukona með þrjátíu ára reynslu í faginu. Vegurinn sem liggur vestanmegin frá Dettifossi er svo hnykkjóttur að stórar rútur neyðast til að fara austanmegin að Ásbyrgi. Vegurinn er um 50 kílómetra langur og tekur það upp í þrjá klukkutíma fyrir stórar rútur að keyra hann. Þórdís Ágústsdóttir hefur starfað sem leiðsögumaður frá árinu 1985. „Og hann er vægast sagt skelfilegur. Þetta eru bara djúpar skorur í honum, þetta er eins og þvottabretti af mjög öflugri gerð. Þetta eru sirka 50 kílómetrar, ég var um daginn þrjár klukkustundir. Í gær vorum við í tvo tíma rúmlega, að fara þennan spotta," segir hún. Þórdís segir að vegurinn hafi verið hefldur í vor, en síðan þá hafi ekkert verið gert. Nú er svo komið að hann sé nánast ófær fyrir stórar rútur. „En málið er að fólki leið bara illa í bílnum. Þau voru alltaf að spyrja mig: Hvenær tekur þessi vegur enda? Ein kona var bara kvalin í bakinu, hún hafði sett belti á sig, og var alveg að drepast. Sumum var flökurt og hálf bílveikar, þetta er náttúrulega fullorðið fólk mikið af þessu. Þetta er ofboðslega þreytandi, þetta tekur bara á taugarnar hjá fólki. Fólk gerir sér enga grein fyrir þessu nema það prófar veginn. Ég var með bílstjóra um daginn, hann var bara reiður þegar hann var að keyra veginn - hann hafði ekið þarna í mörg ár," segir hún. Þórdís segir að ferðamenn hafi tekið inn verkjatöflur til að lina þjáningar sínar á leiðinni. Það sé hneyksli að vegurinn sé í þessu ástandi, sérstaklega í ljósi þess að þarna ferðast hundruð þúsund ferðamenn á ári hverju. „Vegagerðin segir að það sé ekki til neinn peningur. Mér finnst alveg merkilegt að yfirvöld landsins, sem vilja fá alla þessa túrista til landsins, og finnst frábært að hafa sem mest af túristum hér í landinu til að græða sem mesta peninga, en þeir eru ekki til í að leggja til neina peninga til að halda við hlutum sem undirstöðuatriði ferðamennskunnar - það eru vegirnir,“ segir hún. Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Ferðamenn sem eiga leið um veginn, sem liggur austan megin frá Dettifossi að Ásbyrgi, fá illt í bakið og bryðja verkjatöflur til að lina þjáningar sínar. Laga verður veginn sem fyrst, segir leiðsögukona með þrjátíu ára reynslu í faginu. Vegurinn sem liggur vestanmegin frá Dettifossi er svo hnykkjóttur að stórar rútur neyðast til að fara austanmegin að Ásbyrgi. Vegurinn er um 50 kílómetra langur og tekur það upp í þrjá klukkutíma fyrir stórar rútur að keyra hann. Þórdís Ágústsdóttir hefur starfað sem leiðsögumaður frá árinu 1985. „Og hann er vægast sagt skelfilegur. Þetta eru bara djúpar skorur í honum, þetta er eins og þvottabretti af mjög öflugri gerð. Þetta eru sirka 50 kílómetrar, ég var um daginn þrjár klukkustundir. Í gær vorum við í tvo tíma rúmlega, að fara þennan spotta," segir hún. Þórdís segir að vegurinn hafi verið hefldur í vor, en síðan þá hafi ekkert verið gert. Nú er svo komið að hann sé nánast ófær fyrir stórar rútur. „En málið er að fólki leið bara illa í bílnum. Þau voru alltaf að spyrja mig: Hvenær tekur þessi vegur enda? Ein kona var bara kvalin í bakinu, hún hafði sett belti á sig, og var alveg að drepast. Sumum var flökurt og hálf bílveikar, þetta er náttúrulega fullorðið fólk mikið af þessu. Þetta er ofboðslega þreytandi, þetta tekur bara á taugarnar hjá fólki. Fólk gerir sér enga grein fyrir þessu nema það prófar veginn. Ég var með bílstjóra um daginn, hann var bara reiður þegar hann var að keyra veginn - hann hafði ekið þarna í mörg ár," segir hún. Þórdís segir að ferðamenn hafi tekið inn verkjatöflur til að lina þjáningar sínar á leiðinni. Það sé hneyksli að vegurinn sé í þessu ástandi, sérstaklega í ljósi þess að þarna ferðast hundruð þúsund ferðamenn á ári hverju. „Vegagerðin segir að það sé ekki til neinn peningur. Mér finnst alveg merkilegt að yfirvöld landsins, sem vilja fá alla þessa túrista til landsins, og finnst frábært að hafa sem mest af túristum hér í landinu til að græða sem mesta peninga, en þeir eru ekki til í að leggja til neina peninga til að halda við hlutum sem undirstöðuatriði ferðamennskunnar - það eru vegirnir,“ segir hún.
Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira